Jenna Huld Eysteinsdóttir, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum á Húðlæknastöðinni á Smáratorgi, segir þurra húð gríðarlega algenga á þessum árstíma á Íslandi. Þegar húðin er orðin of þurr hefur hún ekki undan í að mynda olíu og viðhalda rakanum.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum á Húðlæknastöðinni á Smáratorgi, segir þurra húð gríðarlega algenga á þessum árstíma á Íslandi. Þegar húðin er orðin of þurr hefur hún ekki undan í að mynda olíu og viðhalda rakanum.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómalækningum á Húðlæknastöðinni á Smáratorgi, segir þurra húð gríðarlega algenga á þessum árstíma á Íslandi. Þegar húðin er orðin of þurr hefur hún ekki undan í að mynda olíu og viðhalda rakanum.
Jenna gefur lesendum nokkur góð húðráð í kuldanum.
„Við búum við fremur hart loftslag yfir þennan árstíma sem reynir vel á húðina okkar. Við erum þá ekki einungis með kalda vindinn sem blæs úr öllum áttum heldur einnig þurrt loftslag. Þegar það reynir svona mikið á húðina þá getur hún auðveldlega orðið of þurr þar sem hún hefur ekki undan í að mynda olíu og viðhalda rakanum. Til þess að bæta þetta rakatap upp þá þurfum við að vera mjög dugleg að bera á okkur góð rakakrem sem stuðla að náttúrulegri olíumyndum húðarinnar ásamt því að styrkja varnarlag hennar,“ segir Jenna.
Húðrútínan sem Jenna mælir með fyrir þurra húð á þessum árstíma er eftirfarandi:
Hreinsa húðina kvölds og morgna með hreinsimjólk.
Aldrei gleyma C-vítamíndropunum. C-vítamín örvar kollagenmyndum húðarinnar, bætir áferð og bætir einnig verkun sólarvarna sem er mjög mikilvægt og nauðsynlegt allt árið um kring.
Næsta skref er að setja gott rakagefandi serum eins og þau sem eru með B5. B5 inniheldur mikið af hreinni hyauronic-sýru og hentar mjög vel exemsjúklingum þar sem það inniheldur engin aukaefni.
Þá er komið að rakakreminu og þar sem að varnarlag húðarinnar (e.skin barrier) er einstaklega viðkvæmt í kulda og þurru lofti þá mæli ég með kremi sem inniheldur mikið af ceramíðum. Ceramíð eru náttúrulegar fitusýrur í húðinni okkar og eru stór hluti af varnarlagi hennar, í rauninni límið sem límir það saman.
Lokaskrefið á morgnana er svo ávallt sólarvörn og hún er ekki síður mikilvæg yfir vetrartímann til að verja húðina okkar gegn náttúruöflunum. Sérstaklega ef þú stundar einhverja útivist yfir vetrartímann. Lítið á sólarvörnina sem húðvörn, þ.e.a.s. vörn sem ver okkur gegn áreitinu frá umhverfinu okkar allan ársins hring.
En fyrir þá sem stunda útiíþróttir á veturna, eins og skíði og annað. Er eitthvað sem þarf að hafa í huga þá?
„Það sem ég myndi ráðleggja fyrir þá sem stunda útiíþróttir á veturna er einmitt húðrútínan sem ég nefndi hér og kannski leggja enn meiri áherslu á að nota vel og mikið af sólarvörn. Einnig mæli ég með að nota róandi rakamaska þegar inn er komið eftir útivistina, hreinsa húðina með mildri hreinsimjólk þegar inn er komið og bera svo á sig góðan maska.“