Bergþór Ólason heldur sæti sínu sem þingflokksformaður Miðflokksins, Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari.
Bergþór Ólason heldur sæti sínu sem þingflokksformaður Miðflokksins, Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari.
Bergþór Ólason heldur sæti sínu sem þingflokksformaður Miðflokksins, Karl Gauti Hjaltason verður varaformaður stjórnar þingflokks og Ingibjörg Davíðsdóttir verður ritari.
Þetta varð ljóst á þingflokksfundi Miðflokksins í gær þar sem ný stjórn var kjörin.
„Þingflokkur Miðflokksins er skipaður öflugu og reynslumiklu fólki sem er komið á þing til að berjast fyrir landsmenn, með skynsemina að vopni. Við munum verja fullveldi Íslands þegar að því verður sótt, standa gegn fjáraustri sem fyrr, berjast áfram fyrir auknu öryggi og stjórn á landamærunum ásamt því að leggja til skynsamlegar leiðir að bættari lífskjörum fólks. Þar verður ekki vanþörf á með ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Við hlökkum til – það munar um Miðflokkinn,“ er haft eftir Bergþóri í tilkynningu flokksins.