Lýsa áhyggjum af áformum ríkisstjórnar

Veiðigjöld | 14. janúar 2025

Lýsa áhyggjum af áformum ríkisstjórnar

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og áhrifum af boðuðum breytingum á strandveiðikerfinu. Skorar bæjarráð á stjórnvöld að hefja samráð við útgerðir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Jafnframt er lagt til að stjórnvöld láti framkvæma mat á áhrifum fyrirhugaðra breytinga.

Lýsa áhyggjum af áformum ríkisstjórnar

Veiðigjöld | 14. janúar 2025

Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Ráðið lýsir í bókun áhyggjum …
Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Ráðið lýsir í bókun áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar og biður um samráð við sjávarbyggðir og útgerðir.

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og áhrifum af boðuðum breytingum á strandveiðikerfinu. Skorar bæjarráð á stjórnvöld að hefja samráð við útgerðir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Jafnframt er lagt til að stjórnvöld láti framkvæma mat á áhrifum fyrirhugaðra breytinga.

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir áhyggjum af áformum ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og áhrifum af boðuðum breytingum á strandveiðikerfinu. Skorar bæjarráð á stjórnvöld að hefja samráð við útgerðir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Jafnframt er lagt til að stjórnvöld láti framkvæma mat á áhrifum fyrirhugaðra breytinga.

Þetta kemur fram í sérstakri bókun bæjarráðs um „óvissu í sjávarútvegi“ sem finna má í fundargerð bæjarráðsfundar sem haldinn var í gær.

„Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna óvissu sem nú ríkir í sjávarútvegi í kjölfar boðaðra hækkana á veiðigjöldum, einkum á uppsjávarveiðar, ásamt þeim áhrifum sem boðuð aukning á kvóta til strandveiða kemur til með að hafa á aðra kvóta. Fjarðabyggð er sveitarfélag sem byggir að stórum hluta á sjávarútvegi og óvíða kemur meiri afli á land en þar og velgengni greinarinnar er undirstaða efnahagslegrar og félagslegrar stöðu samfélagsins,“ segir í bókuninni.

Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Mjóifjörður og Breiðdalsvík tilheyra sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Miklum afla er landað í sveitarfélaginu og er sjávarútvegurinn meðal …
Miklum afla er landað í sveitarfélaginu og er sjávarútvegurinn meðal helstu atvinnugreinum á svæðinu. mbl.is/Albert Kemp

Bætist Fjarðabyggð með þessu í hóp fjölda aðila sem hafa lýst áhyggjum af áformum stjórnvalda undanfarnar vikur. Má þarf nefna forstöðumenn Vinnslustöðvarinnar í Vestmananeyjum, FISK Seafood, Síldarvinnslunnar og fleiri aðila.

Strandveiðisjómenn hafa þó á sama tima fagnað áformum ríkisstjórnarinnar um að tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga.

Afleiðingar fyrir sveitarfélagið

Fullyrt er að hækkun veiðigjalda mun auka kostnað útgerða á Austfjörðum ofan á umtalsverðar hækkanir sem urðu um áramótin og veikja þannig fjárhagslega getu þeirra. Hækkunin kemur einnig á tíma þegar óstöðugleiki ríkir í greininni og er vísað m.a. til loðnubrests, skerðinga á raforku og óvissu um markaðsaðstæður.

„Fyrirséð er að slíkar hækkanir muni bitna á fjárfestingum fyrirtækja, draga úr afkomu þeirra og veikja samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamörkuðum. Þessar aðstæður hafa einnig afleidd áhrif á atvinnustig og tekjur samfélagsins sem þegar hafa dregist saman verulega vegna loðnubrests á liðnu ári. Hefur það haft veruleg áhrif á tekjur sveitarfélagsins Fjarðabyggðar eins og víðar um land,“ segir í bókun bæjarráðs

Skora á stjórnvöld

Skorar bæjarráð Fjarðabyggðar á stjórnvöld að „hefja samtal við útgerðir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila sem byggja á sjávarútvegi til að eyða óvissu og kynna áform sín á málefnalegan og skýran hátt.“

Auk þess er biðlað til stjórnvalda um að framkvæma greiningu á áhrifum boðaðra breytinga á rekstur fyrirtækja og samfélög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.

„Með þessu móti má tryggja að ákvarðanir um sjávarútveg styðji við sjálfbæra nýtingu auðlinda, efnahagslegan stöðugleika og byggðaþróun í samfélögum eins og Fjarðabyggð. Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur því ríka áherslu á nauðsyn þess að stjórnvöld bregðist við með ábyrgum hætti og hefji samtalið. Íslenskur sjávarútvegur er enn ein af grunnstoðum samfélagsins hér á landi og að henni þarf að hlúa en ekki veikja.“

mbl.is