Magdalena Tatala hefur verið ráðin sem forstöðumaður í fóðurmiðstöð Arctic Fish en hún hefur starfað í miðstöðinni frá apríl 2023. Tekur hún við af Bernharði Guðmundssyni sem lætur af störfum hjá Arctic Fish í lok mánaðar, en hann er einn af fyrstu starfsmönnum félagsins.
Magdalena Tatala hefur verið ráðin sem forstöðumaður í fóðurmiðstöð Arctic Fish en hún hefur starfað í miðstöðinni frá apríl 2023. Tekur hún við af Bernharði Guðmundssyni sem lætur af störfum hjá Arctic Fish í lok mánaðar, en hann er einn af fyrstu starfsmönnum félagsins.
Magdalena Tatala hefur verið ráðin sem forstöðumaður í fóðurmiðstöð Arctic Fish en hún hefur starfað í miðstöðinni frá apríl 2023. Tekur hún við af Bernharði Guðmundssyni sem lætur af störfum hjá Arctic Fish í lok mánaðar, en hann er einn af fyrstu starfsmönnum félagsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Arctic Fish.
Fram kemur að Magdalena hafi samhliða vinnu hjá Arctic Fish lokið námi við Fisktækniskóla Íslands og að hún stundi nú nám í fiskeldisfræði við Háskólann á Hólum. Magdalena er í sambúð með Rafael Tatala sem einnig starfar hjá félaginu og búa þau á Þingeyri með tveimur börnum sínum sem eru sjö og fjögurra ára.
„Frá því að ég hóf störf í fóðurmiðstöðinni hjá Arctic Fish fann ég að þetta var vinnustaður þar sem að ég vildi þróast í starfi. Í fóðurmiðstöðinni er ég hluti af frábæru lið sem hefur mikla reynslu sem þau hafa geta miðlað af. Það hefur gefið mér mikið og kveikt áhuga minn á fiskeldi. Þetta hefur verið skemmtilegt ferðalag fram að þessu og ég er spennt að takast á við þetta nýja hlutverk, halda áfram að læra, leggja mitt af mörkum og vaxa með þessu hæfileikaríka og styðjandi teymi,“ er haft eftir Magdalenu.
Í fóðurmiðstöðinni eru níu starfsmenn. Þar er allri fóðrun félagsins stýrt en að auki er öryggiseftirlit með fiski félagsins og starfsfólki að störfum við kvíar.