Níu tilnefndir í undirbúningsnefnd

Alþingi | 14. janúar 2025

Níu tilnefndir í undirbúningsnefnd

Níu alþingismenn hafa verið tilnefndir í undirbúningsnefnd Alþingis vegna rannsóknar síðustu þingkosninga, en nefndin mun á morgun fá til meðferðar umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd kosninganna.

Níu tilnefndir í undirbúningsnefnd

Alþingi | 14. janúar 2025

mbl.is/Kristinn Magnússon

Níu alþingismenn hafa verið tilnefndir í undirbúningsnefnd Alþingis vegna rannsóknar síðustu þingkosninga, en nefndin mun á morgun fá til meðferðar umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd kosninganna.

Níu alþingismenn hafa verið tilnefndir í undirbúningsnefnd Alþingis vegna rannsóknar síðustu þingkosninga, en nefndin mun á morgun fá til meðferðar umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd kosninganna.

Í umsögninni verður m.a. tekin afstaða til tveggja kærumála vegna framkvæmdar kosninganna í Suðvesturkjördæmi, en bæði Framsóknarflokkurinn og Píratar kærðu framkvæmdina. Þá mun landskjörstjórn í umsögn sinni einnig fjalla um þau tilvik þar sem atkvæði greidd utan kjörfundar skiluðu sér ekki til talningar.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis eru þessir þingmenn í nefndinni:

Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn, Ragnar Þór Ingólfsson, Flokki fólksins, Sigríður Á. Andersen, Miðflokki, Kristján Þórður Snæbjarnarson, Samfylkingu, Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn og Ingibjörg Isaksen, Framsóknarflokki.

Starfandi forseti Alþingis, Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem einnig er mennta- og barnamálaráðherra, kveður nefndina saman til fyrsta fundar og þar mun hún kjósa sér formann.

mbl.is