Nýorðin 16 ára og mamman á báðum áttum

Dagmál | 14. janúar 2025

Nýorðin 16 ára og mamman á báðum áttum

„Ég var nýorðin 16 ára þarna og mamma var á báðum áttum með það hvort hún ætti að leyfa mér að fara,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

Nýorðin 16 ára og mamman á báðum áttum

Dagmál | 14. janúar 2025

„Ég var nýorðin 16 ára þarna og mamma var á báðum áttum með það hvort hún ætti að leyfa mér að fara,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

„Ég var nýorðin 16 ára þarna og mamma var á báðum áttum með það hvort hún ætti að leyfa mér að fara,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.

Guðrún Brá, sem er þrítug, stendur á tímamótum á sínum ferli eftir að hafa tryggt sér takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á komandi keppnistímabili.

Með gott fólk með sér

Guðrún Brá keppti á heimsmeistaramóti áhugamannasveita í golfi árið 2010 en mótið fór fram í Argentínu.

„Þetta var ekki eins og ég væri að fara til Englands en ég var með ótrúlega gott fólk með mér,“ sagði Guðrún Brá.

„Þetta var frábær upplifun, fyrsta mótið sem ég fór á sem var langt í burtu frá Íslandi. Ég hef fengið að ferðast út um allan heim þökk sé golfinu og ég er mjög þakklát fyrir það,“ sagði Guðrún Brá meðal annars.

Viðtalið við Guðrúnu Brá í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Hallur Már
mbl.is