Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi

Bárðarbunga | 14. janúar 2025

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu.

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi

Bárðarbunga | 14. janúar 2025

Snemma í morgun var snörp jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu.
Snemma í morgun var snörp jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu. Kort/Map.is

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu.

„Það að lýsa yfir óvissustigi þýðir að eftirlit er haft með atburðarrás sem gæti á síðari stigum leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum. 

„Snemma í morgun var snörp jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu. Veðurstofa Íslands fylgist vel með framvindunni. Að lýsa yfir óvissu­stigi er hluti af verk­ferl­um í skipu­lagi al­manna­varna til að tryggja form­leg sam­skipti og upp­lýs­inga­gjöf á milli viðbragðsaðila,“ segir enn fremur. 

mbl.is