Segist eiga erfitt með að ná endum saman

Poppkúltúr | 14. janúar 2025

Segist eiga erfitt með að ná endum saman

Leikarinn Djimon Hounsou, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Blood Diamond, Amistad, A Quiet Place-þríleikinn og Gladiator, viðurkennir í nýju viðtali að hann eigi erfitt með að ná endum saman þrátt fyrir áratuga langan feril í Hollywood.

Segist eiga erfitt með að ná endum saman

Poppkúltúr | 14. janúar 2025

Djimon Hounsou.
Djimon Hounsou. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Djimon Hounsou, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Blood Diamond, Amistad, A Quiet Place-þríleikinn og Gladiator, viðurkennir í nýju viðtali að hann eigi erfitt með að ná endum saman þrátt fyrir áratuga langan feril í Hollywood.

Leikarinn Djimon Hounsou, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Blood Diamond, Amistad, A Quiet Place-þríleikinn og Gladiator, viðurkennir í nýju viðtali að hann eigi erfitt með að ná endum saman þrátt fyrir áratuga langan feril í Hollywood.

Hounsou, sem er 60 ára, settist niður og ræddi við Larry Madowo, umsjónarmann CNN-þáttarins African Voices Changemakers, og sagði að leikaralífið væri enginn dans á rósum.

„Ég hef verið í þessum iðnaði í ríflega tvo áratugi, hef hlotið tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna og leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri, en samt á ég í fjárhagsvandræðum. Ég fæ ekki greidd sanngjörn laun,” sagði leikarinn meðal annars.

Rasismi lifir í Hollywood

Hounsou segir ástæðuna vera vegna kerfisbundins rasisma í Hollywood.

„Þetta sýnir okkur bara að kynþáttamisrétti er að finna á öllum sviðum. Ræturnar liggja djúpt, það er erfitt að sigrast á þessu. En þú verður bara að takast á við þetta og reyna að lifa af,” sagði leikarinn.

Hounsou er ekki eini leikarinn sem hefur tjáð sig um launamun hvítra manna og hörundsdökkra í Hollywood.

Leikkonurnar Viola Davis, Taraji P. Henson og Angela Bassett eru á meðal þeirra sem hafa opnað á umræðuna síðustu ár.

View this post on Instagram

A post shared by CNN Africa (@cnnafrica)



mbl.is