Skellt í lás hjá 2Guys í Vesturbænum

Veitingastaðir | 14. janúar 2025

Skellt í lás hjá 2Guys í Vesturbænum

Eigendur hamborgarastaðarins 2Guys hafa ákveðið að loka útibúi sínu við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Fram kemur á Facebook-síðu staðarins að lokunin sé af „óviðráðanlegum ástæðum“ en það er ekki útskýrt frekar. Viðskiptavinir hafa komið að lokuðum dyrum síðustu daga.

Skellt í lás hjá 2Guys í Vesturbænum

Veitingastaðir | 14. janúar 2025

Hamborgarastaðnum 2Guys hefur verið lokað á Ægisíðu.
Hamborgarastaðnum 2Guys hefur verið lokað á Ægisíðu. mbl.is/Árni Sæberg

Eigendur hamborgarastaðarins 2Guys hafa ákveðið að loka útibúi sínu við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Fram kemur á Facebook-síðu staðarins að lokunin sé af „óviðráðanlegum ástæðum“ en það er ekki útskýrt frekar. Viðskiptavinir hafa komið að lokuðum dyrum síðustu daga.

Eigendur hamborgarastaðarins 2Guys hafa ákveðið að loka útibúi sínu við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Fram kemur á Facebook-síðu staðarins að lokunin sé af „óviðráðanlegum ástæðum“ en það er ekki útskýrt frekar. Viðskiptavinir hafa komið að lokuðum dyrum síðustu daga.

Staðurinn á Ægisíðu var ekki langlífur því ekki er ár síðan hann var opnaður með pompi og prakt. Áfram verða tveir 2Guys-staðir í rekstri; sá upprunalegi við Hlemmtorg og annar í Gnoðavogi.

„Frá því að við opnuðum dyrn­ar á Lauga­vegi hafa Íslend­ing­ar kvartað yfir því að þeir eigi enga leið niður í bæ, nema til að koma á 2Guys, og að aðgengi þar sé lé­legt. Erfitt sá að fá bíla­stæði og um­ferðin hræðileg. Þar sem um skyndi­bita er að ræða og bú­andi við það á Íslandi þar sem það er leiðin­legt veður 9 níu mánuði árs­ins þá vilj­um við geta lagtfyr­ir utan, labbað inn, borða og notið inn­an við 30 mín­útur. Þegar mér bauðst að opna í Gnoðar­vogi og á Ægissíðu var ein­fald­lega ekki hægt að sleppa tæki­fær­inu,“ sagði eigandinn Hjalti Vign­isson í viðtali við mbl.is þegar staðurinn á Ægisíðu var opnaður.

mbl.is