Huga þarf að aðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir brot gegn fólki með fötlun sem og betrumbótum á réttarkerfinu, að mati nýs dómsmálaráðherra.
Huga þarf að aðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir brot gegn fólki með fötlun sem og betrumbótum á réttarkerfinu, að mati nýs dómsmálaráðherra.
Huga þarf að aðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir brot gegn fólki með fötlun sem og betrumbótum á réttarkerfinu, að mati nýs dómsmálaráðherra.
Ráðherra segir mjög hátt hlutfall fólks með andlega fötlun verða fyrir kynferðisbrotum og að við sem samfélag þurfum að skoða hvað það er sem geri það að verkum.
„Þá getum við ekki bara verið að horfa á aðstæður þolandans heldur líka hvaða gerendur eru þetta. Hvers vegna verða svona brot til, hvers vegna eiga þau sér stað,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is.
Sigurjón Ólafsson verslunarstjóri var fyrir helgi dæmdur í átta ára fangelsi fyrir margvísleg brot gegn konu með andlega fötlun. Braut hann einnig gegn syni hennar sem er með andlega fötlun og kærustu hans sem metin er seinfær.
Málið hefur vakið óhug, ekki síst fyrir þær sakir að Sigurjón var dæmdur fyrir að láta aðra karlmenn stunda kynlíf með konunni. Þeir voru ekki ákærðir.
Þorbjörg segist ekki vilja tjá sig um dómsmál sem enn á eftir að koma í ljós hvort verði áfrýjað. Hún ítrekar þó að aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi séu forgangsmál í hennar augum.
Þorbjörg segir brot gegn fólki með fötlun geta verið flókin þar sem brotaþolar tilkynni síður brotin gegn sér. Því þurfi að huga að því hvernig hægt sé að fá málin inn í kerfið.
„Það þarf yfirleitt einhverja aðra aðkomu, eitthvert annað upphaf. Það er einhver annar sem veit, sem skynjar og áttar sig á. Það geta verið nákomnir en það geta líka stundum verið opinberar stofnanir.“