Tvenna Fodens dugði ekki til (myndskeið)

Mörk og tilþrif | 14. janúar 2025

Tvenna Fodens dugði ekki til (myndskeið)

Brentford tókst að knýja fram jafntefli, 2:2, eftir að Phil Foden hafði komið Manchester City í 2:0 þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í Lundúnum í kvöld.

Tvenna Fodens dugði ekki til (myndskeið)

Mörk og tilþrif | 14. janúar 2025

Brentford tókst að knýja fram jafntefli, 2:2, eftir að Phil Foden hafði komið Manchester City í 2:0 þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í Lundúnum í kvöld.

Brentford tókst að knýja fram jafntefli, 2:2, eftir að Phil Foden hafði komið Manchester City í 2:0 þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í Lundúnum í kvöld.

Öll mörkin komu í síðari hálfleik þar sem Foden skoraði á 66. og 78. mínútu. Fyrra mark hans var sérlega glæsilegt eftir magnaða fyrirgjöf Kevins De Bruynes af hægri kanti.

Yoane Wissa minnkaði muninn fyrir Brentford átta mínútum fyrir leikslok og Christian Nörgaard jafnaði svo metin á áttundu mínútu uppbótartíma.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is