Umfangsmesta loftárás Úkraínumanna til þessa

Úkraína | 14. janúar 2025

Umfangsmesta loftárás Úkraínumanna til þessa

Úkraínumenn gerðu í nótt sína umfangsmestu loftárás frá upphafi stríðs á rússneskt landsvæði. Olíubirgðastöðvar og verksmiðjur urðu fyrir barðinu á árásinni. Rússar saka Úkraínumenn um að hafa notað bandarískar og breskar eldflaugar og heita hefndum.

Umfangsmesta loftárás Úkraínumanna til þessa

Úkraína | 14. janúar 2025

Rússar heita hefndum.
Rússar heita hefndum. AFP/ Zaporizhzhia

Úkraínumenn gerðu í nótt sína umfangsmestu loftárás frá upphafi stríðs á rússneskt landsvæði. Olíubirgðastöðvar og verksmiðjur urðu fyrir barðinu á árásinni. Rússar saka Úkraínumenn um að hafa notað bandarískar og breskar eldflaugar og heita hefndum.

Úkraínumenn gerðu í nótt sína umfangsmestu loftárás frá upphafi stríðs á rússneskt landsvæði. Olíubirgðastöðvar og verksmiðjur urðu fyrir barðinu á árásinni. Rússar saka Úkraínumenn um að hafa notað bandarískar og breskar eldflaugar og heita hefndum.

Árásin olli því að loka þurfti skólum í suðvestur Saratov og níu rússneskir flugvellir þurftu að stöðva umferð tímabundið.

Moskvuvaldið og Úkraínumenn hafa aukið tíðni árása í aðdraganda embættistöku Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, til þess að tryggja stöðu sína betur fyrir mögulega komandi samningaviðræður.

Hætta ekki árásum fyrr en Rússar hætta stríðinu

„Varnarsveitir Úkraínumanna gerðu sína umfangsmestu árás á hernaðaraðstöðu hernámsandstæðinganna, á 200 til 1.100 kílómetra dýpi inn á yfirráðasvæði Rússlands,“ sagði hershöfðingi Úkraínu í færslu á samfélagsmiðlum.

Meðal skotmarka var verksmiðja þar sem Rússar framleiða þotueldsneyti og skotfæri fyrir herinn, olíubirgðastöð og olíuhreinsistöð.

„Kerfisbundin vinna við að eyða stöðvum sem sjá rússneska hernámsliðinu fyrir skotfærum, hergögnum, eldsneyti og smurolíu mun halda áfram þar til vopnaðri árás Rússneska sambandsríkisins gegn Úkraínu verður hætt,“ sagði herinn.

Rússnesk stjórnvöld segja að árásinni verði svarað.

mbl.is