Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að landskjörstjórn beri að telja og birta niðurstöður þeirra atkvæða sem fóru í súginn í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að landskjörstjórn beri að telja og birta niðurstöður þeirra atkvæða sem fóru í súginn í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að landskjörstjórn beri að telja og birta niðurstöður þeirra atkvæða sem fóru í súginn í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Alþingi úrskurðar um lögmæti kosninganna en það hefur enn ekki komið saman og því telur Jón að framboðsaðilar geti enn kært niðurstöður kosninganna, ef þeir telja að atkvæðin breyti úrslitum kosninganna.
Samkvæmt lögum skal ógilda kosninguna ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem líklegt er að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar.
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook en hann var formaður yfirkjörstjórnar við alþingiskosningar í Reykjavík 1995-2000.
Greint var frá því í gær að 25 utankjörfundaratkvæði hefðu orðið innlyksa á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar 29. nóvember. Síðar var greint frá að heill kassi með utankjörfundaratkvæðum hefði einnig ekki skilað sér úr Norðausturkjördæmi.
Í nokkuð ítarlegri færslu á samfélagsmiðlum rekur Jón Steinar lög um kosningar þar sem hann nefnir til dæmis að ekki sé kveðið á um kærufrest stjórnmálasamtaka sem hafa tekið þátt í alþingiskosningum.
Hann segir að draga megi þá ályktun að kærufrestur þeirra sé þar til eftir að Alþingi hefur skorið úr um lögmæti kosninganna.
„Nú hefur Alþingi ekki ennþá komið saman eftir alþingiskosningarnar 30. nóvember s.l. Ekki verður því betur séð en að framboðsaðilar geti ef þeir kjósa ennþá komið á framfæri athugasemdum um að atkvæði sem réttilega voru greidd tímanlega hafi ekki verið talin með öðrum atkvæðum,“ skrifar hann.
Hann segir að í ljósi aðstæðna beri landskjörstjórn að telja þau atkvæði sem ekki voru talin og birta opinberlega upplýsingar sínar um niðurstöðu talningarinnar. Landskjörstjórn skuli svo senda þær til Alþingis.
„Þá geta framboðsaðilar tekið afstöðu til þess hvort þeir telji ástæðu til að kæra framkvæmd og úrslit kosninganna. Það væri þá aðeins ef þeir telja að leiðréttingin valdi breytingu á niðurstöðunni. Geri hún það ekki yrði kæra tilgangslaus,“ skrifar hann.
Hægt er að lesa færsluna í heild sinni á Facebook-síðu Jóns.