Pete Hegseth, tilnefning Donalds Trumps til þess að verða varnarmálaráðherra, heitir því að tryggja aftur stríðsmannamenningu (e. Warrior culture) í bandaríska herinn.
Pete Hegseth, tilnefning Donalds Trumps til þess að verða varnarmálaráðherra, heitir því að tryggja aftur stríðsmannamenningu (e. Warrior culture) í bandaríska herinn.
Pete Hegseth, tilnefning Donalds Trumps til þess að verða varnarmálaráðherra, heitir því að tryggja aftur stríðsmannamenningu (e. Warrior culture) í bandaríska herinn.
„Þegar Trump valdi mig í þessa stöðu var meginverkefnið sem hann fól mér að koma stríðsmannamenningu aftur í varnarmálaráðuneytið,“ sagði Hegseth við upphaf þingfundar í öldungadeildinni.
Öldungadeildin mun fá tækifæri til þess að spyrja alla þá sem eru tilnefndir af Trump til þess að leiða ráðuneyti ýmissa spurninga. Öldungadeildin kýs svo um hverja einustu tilnefningu.
Í dag var fyrsti slíki þingfundurinn og hefur Hegseth þurft að svara ýmsum krefjandi spurningum, sérstaklega í sambandi við ummæli hans um að konur ættu ekki að sinna hernaði á vígvellinum.
Á fundinum sagði hann að konur myndu fá að vera í slíkum hlutverkum á vígvellinum en að þröskuldurinn til að komast í slíkar stöður yrði ekki lækkaður.
Það sem skipti mestu máli væri að meta fólk að verðleikum en ekki kyni, kynþætti eða öðrum þáttum sem tengjast ekki hæfni fólks til þess að sinna hlutverkum innan hersins.
Hegseth borgaði konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi sáttargreiðslu árið 2017.
Á fundinum ítrekaði hann aftur að hann væri saklaus en Hegseth hefur aldrei verið ákærður í neinu sakamáli og þá hefur ekki verið höfðað einkamál gegn honum í tengslum við atvikið.
Enn fremur sagði hann að varnarmálaráðuneytið hefði lagt of mikla áherslu á að sækja fólk í herinn á grundvelli fjölbreytileika og jöfnuðar, en ekki getu manna til þess að sinna hlutverkum innan hersins.
„Þetta er ekki tíminn fyrir jöfnuð. Jöfnuður er allt annað orð en jafnrétti,“ sagði Hegseth.
Ekki er ljóst hvort að Hegseth verði samþykktur en repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni á sama tíma og demókratar eru með 47. Líkur hans á því að verða samþykktur eru þó taldar meiri núna en þegar hann var upphaflega tilnefndur.