49 handteknir fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 15. janúar 2025

49 handteknir fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Lögreglan á Indlandi hefur handtekið 49 karlmenn fyrir að brjóta ítrekað kynferðislega á unglingsstúlku yfir nokkurra ára tímabil.

49 handteknir fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 15. janúar 2025

Brotaþoli segir sextíu menn hafa brotið gegn sér.
Brotaþoli segir sextíu menn hafa brotið gegn sér. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á Indlandi hefur handtekið 49 karlmenn fyrir að brjóta ítrekað kynferðislega á unglingsstúlku yfir nokkurra ára tímabil.

Lögreglan á Indlandi hefur handtekið 49 karlmenn fyrir að brjóta ítrekað kynferðislega á unglingsstúlku yfir nokkurra ára tímabil.

Stúlkan, sem nú hefur náð átján ára aldri, segir um sextíu menn hafa brotið gegn sér allt frá því að hún var þrettán ára.

„Fjörutíu og níu menn hafa verið færðir í varðhald,“ segir Nandakumar S, talsmaður lögreglunnar í Pathanamthitta í Kerala, við fréttaveituna AFP. 

Stúlkan, sem hefur ekki verið nafngreind, er dalíti sem þýðir að hún tilheyrir neðsta þrepinu í kastakerfinu, stéttakerfi Hindúa. Dalítar hafa verið nefndir hinir stéttlausu en þeir hafa mátt þola mikla útskúfun og mismunun í indversku samfélagi.

Nágrannar og fjölskylduvinir í varðhaldi

Kynferðisofbeldi gegn konum er þekkt vandamál á Indlandi, þar sem íbúar telja um 1,4 milljarða. Verða dalítar hlutfallslega oftast fyrir slíkum brotum.

Að meðaltali voru um 90 nauðganir tilkynntar til lögreglu á hverjum degi árið 2022 í landinu. Talið er þó að mun fleiri brot eigi sér stað sem aldrei eru tilkynnt. 

Mennirnir í varðhaldi þekktu stúlkuna og eru meðal annars nágrannar hennar og fjölskylduvinir.

Vissu ekki af martröð dóttur sinnar

Rajeev N, lögfræðingur barnaverndarstofnunar, segir foreldra stúlkunnar ekki hafa verið meðvitaða um brotin gegn dóttur sinni.

„Við erum að halda fjölmiðlum frá henni. Aðeins lögreglan fær að heimsækja hana til að taka af henni skýrslu,“ sagði lögfræðingurinn.

Hópnauðgað minnst fimm sinnum

Indverski miðillinn Indian Express greindi frá því að einn hinna grunuðu hefði hótað stúlkunni með myndskeiði sem hann tók upp af þeim þar sem þau áttu „samræði“.

Í kjölfar hótunarinnar hefðu margir vinir hans brotið kynferðislega á stúlkunni.

Rannsókn lögreglu leiddi meðal annars í ljós að stúlkunni hefði verið hópnauðgað minnst fimm sinnum, þar á meðal einu sinni á sjúkrahúsi.

mbl.is