Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður undirbúningsnefndar Alþingis vegna rannsóknar síðustu þingkosninga.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður undirbúningsnefndar Alþingis vegna rannsóknar síðustu þingkosninga.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður undirbúningsnefndar Alþingis vegna rannsóknar síðustu þingkosninga.
Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is.
Nefndina skipa tveir þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Samfylkingu, en einn frá Miðflokki, Flokki fólksins og Framsóknarflokki.
Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis eru þessir þingmenn í nefndinni:
Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, Eiríkur Björn Björgvinsson, Viðreisn, Ragnar Þór Ingólfsson, Flokki fólksins, Sigríður Á. Andersen, Miðflokki, Kristján Þórður Snæbjarnarson, Samfylkingu, Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn og Ingibjörg Isaksen, Framsóknarflokki.
Dagur segir að á föstudaginn muni nefndin funda með landskjörstjórn og fara yfir umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd kosninganna.
Umsögninni var skilað til Alþingis í dag og birt jafnframt á vef landskjörstjórnar. Þar kom fram að nokkrir annmarkar hefðu verið á framkvæmd kosninganna.
„Landskjörstjórn telur brýnt að endurskoða með heildstæðum hætti framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega með það í huga að gera hana skilvirkari og öruggari í framkvæmd,“ segir í umsögninni.