Dagur fær formennsku í nefnd

Alþingiskosningar 2024 | 15. janúar 2025

Dagur fær formennsku í nefnd

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður undirbúningsnefndar Alþing­is vegna rann­sókn­ar síðustu þing­kosn­inga. 

Dagur fær formennsku í nefnd

Alþingiskosningar 2024 | 15. janúar 2025

Dagur segir að undirbúningsnefndin muni funda með landskjörstjórn á föstudag. …
Dagur segir að undirbúningsnefndin muni funda með landskjörstjórn á föstudag. Samkvæmt landskjörstjórn þá voru annmarkar á framkvæmd síðust alþingiskosninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður undirbúningsnefndar Alþing­is vegna rann­sókn­ar síðustu þing­kosn­inga. 

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður undirbúningsnefndar Alþing­is vegna rann­sókn­ar síðustu þing­kosn­inga. 

Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. 

Nefndina skipa tveir þing­menn frá Sjálf­stæðis­flokki, Viðreisn og Sam­fylk­ingu, en einn frá Miðflokki, Flokki fólks­ins og Fram­sókn­ar­flokki.

Funda með landskjörstjórn á föstudag

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skrif­stofu Alþing­is eru þess­ir þing­menn í nefnd­inni:

Dag­ur B. Eggerts­son, Sam­fylk­ingu, Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, Sjálf­stæðis­flokki, Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, Viðreisn, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Flokki fólks­ins, Sig­ríður Á. And­er­sen, Miðflokki, Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, Sam­fylk­ingu, Vil­hjálm­ur Árna­son, Sjálf­stæðis­flokki, María Rut Krist­ins­dótt­ir, Viðreisn og Ingi­björg Isak­sen, Fram­sókn­ar­flokki.

Dagur segir að á föstudaginn muni nefndin funda með landskjörstjórn og fara yfir umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd kosninganna. 

Um­sögn­inni var skilað til Alþing­is í dag og birt jafn­framt á vef lands­kjör­stjórn­ar. Þar kom fram að nokkrir annmarkar hefðu verið á framkvæmd kosninganna.

„Lands­kjör­stjórn tel­ur brýnt að end­ur­skoða með heild­stæðum hætti fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu, bæði hér heima og er­lend­is, sér­stak­lega með það í huga að gera hana skil­virk­ari og ör­ugg­ari í fram­kvæmd,“ segir í umsögninni. 

mbl.is