„Fram að því er heimavinna“

Kjaraviðræður | 15. janúar 2025

„Fram að því er heimavinna“

Samninganefndir kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sendu ríkissáttasemjara sameiginlega beiðni í gær þar sem óskað var eftir fundi í kjaraviðræðum þeirra í dag. Viðræðuhlé hafði staðið yfir frá því á föstudag og hafði ríkissáttasemjari ekki séð tilefni til að boða til fundar.

„Fram að því er heimavinna“

Kjaraviðræður | 15. janúar 2025

Ríkissáttasemjari setti kennurum fyrir heimavinnu til að leysa fyrir föstudag.
Ríkissáttasemjari setti kennurum fyrir heimavinnu til að leysa fyrir föstudag. mbl.is/Hari

Samninganefndir kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sendu ríkissáttasemjara sameiginlega beiðni í gær þar sem óskað var eftir fundi í kjaraviðræðum þeirra í dag. Viðræðuhlé hafði staðið yfir frá því á föstudag og hafði ríkissáttasemjari ekki séð tilefni til að boða til fundar.

Samninganefndir kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sendu ríkissáttasemjara sameiginlega beiðni í gær þar sem óskað var eftir fundi í kjaraviðræðum þeirra í dag. Viðræðuhlé hafði staðið yfir frá því á föstudag og hafði ríkissáttasemjari ekki séð tilefni til að boða til fundar.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að farið hafi verið yfir stöðu mála á fundinum í dag og afmörkuð verkefni sem þurfi að skoða fram að næsta fundi, sem boðaður hefur verið á föstudaginn.

„Það eru engin sérstök tíðindi af fundinum en þetta sýnir að menn eru áfram í tilraunum sínum til að finna einhverja leið fram á við. Það er út af fyrir sig gott, en það er ekki hægt að segja að það sé rífandi gangur í þessu.“

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir ekki rífandi gang í viðræðunum.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir ekki rífandi gang í viðræðunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efnislega öðruvísi samningur

Samninganefnd ríkisins, sem stendur að samningi við framhaldsskólakennara, var ekki á fundinum í dag. Ástráður segir að það þurfi þó ekkert endilega að lesa neitt sérstakt í það.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði hins vegar í fréttum Stöðvar 2 í gær að ríkið væri kannski lengra frá alvöru samningsvilja en sveitarfélögin. Þá sagði Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við mbl.is í dag að ríkið væri ekki að taka undir kröfur þeirra.

Ástráður segir að samningur á milli framhaldsskólakennara og ríkisins sé efnislega öðruvísi en samningur leik- og grunnskólakennara við sveitarfélögin.

„Fundurinn snéri kannski aðallega að atriðum sem snúa að sveitarfélögunum fyrst og fremst.“

Líkt og áður sagði hefur fundur samninganefnda kennara og sveitarfélaga verið boðaður á föstudag.

„Fram að því er heimavinna, eins og tíðkast í skólum,“ segir Ástráður að lokum.

mbl.is