Hilton safnaði yfir 100 milljónum

Poppkúltúr | 15. janúar 2025

Hilton safnaði yfir 100 milljónum

Góðgerðarsamtökum bandarísku athafnakonunnar Paris Hilton, 11:11 Media Impact, tókst að safna ríflega 800 þúsund bandaríkjadölum eða 113 milljónum íslenskra króna til að hjálpa fórnarlömbum gróðureldanna sem nú geisa í Los Angeles-borg í Kaliforníu.

Hilton safnaði yfir 100 milljónum

Poppkúltúr | 15. janúar 2025

Paris Hilton.
Paris Hilton. Ljósmynd/AFP

Góðgerðarsamtökum bandarísku athafnakonunnar Paris Hilton, 11:11 Media Impact, tókst að safna ríflega 800 þúsund bandaríkjadölum eða 113 milljónum íslenskra króna til að hjálpa fórnarlömbum gróðureldanna sem nú geisa í Los Angeles-borg í Kaliforníu.

Góðgerðarsamtökum bandarísku athafnakonunnar Paris Hilton, 11:11 Media Impact, tókst að safna ríflega 800 þúsund bandaríkjadölum eða 113 milljónum íslenskra króna til að hjálpa fórnarlömbum gróðureldanna sem nú geisa í Los Angeles-borg í Kaliforníu.

Hilton, sem sjálf missti heimili sitt í eldsvoðanum, setti upp sérstakan neyðarsjóð fyrir barnafjölskyldur á svæðinu og greindi frá framtakinu á Instagram-síðu sinni. 

Fólk og fyrirtæki voru ekki lengi að taka við sér og ekki leið á löngu þar til söfnunarupphæðin var komin vel yfir 100 milljónir íslenskra króna. Sjálf styrkti Hilton framtakið myndarlega.

„Sem móðir get ég ekki ímyndað mér sársaukann og óttann sem fylgir því að vera ekki með öruggan samastað fyrir börnin sín. Ég ákvað því að stofna neyðarsjóð til að styrkja fjölskyldur sem hafa þurft að flýja með ung börn sín,” skrifaði Hilton, sem er móðir tveggja ungra barna, við færsluna.

Hilton hefur tekið mikinn þátt í hjálparstarfi tengdu náttúruhamförunum síðustu daga. Hún heimsótti dýraathvarf í Pasadena, sinnti sjálfboðastarfi þar og endaði á að taka hund í fóstur. Einnig hefur hún látið myndarlegar upphæðir renna til annarra góðgerðarsamtaka.

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)



mbl.is