Samninganefndir Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna hafa náð saman um tímabundið vopnahlé og lausn 33 gísla í haldi Hamas. Ísrael mun láta úr haldi palestínska fanga í ísraelskum fangelsum.
Samninganefndir Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna hafa náð saman um tímabundið vopnahlé og lausn 33 gísla í haldi Hamas. Ísrael mun láta úr haldi palestínska fanga í ísraelskum fangelsum.
Samninganefndir Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna hafa náð saman um tímabundið vopnahlé og lausn 33 gísla í haldi Hamas. Ísrael mun láta úr haldi palestínska fanga í ísraelskum fangelsum.
Háttsettur bandarískur embættismaður staðfestir þetta í samtali við AFP.
Ísraelsmenn segja að enn eigi eftir að klára nokkur smáatriði sem þeir vonast til þess að leysa úr í kvöld.
„Nokkur ákvæði í samningnum eru enn óleyst og við vonumst til að hægt verði að ganga frá smáatriðum í kvöld,“ sagði skrifstofa Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra í yfirlýsingu.
Donald Trump tekur við embætti Bandaríkjaforseta eftir fimm daga og hann hefur nú birt færslu á samfélagsmiðlum.
„Við höfum náð samning fyrir gíslana í Miðausturlöndum. Þeim verður sleppt innan skamms. Takk fyrir!“ sagði Trump á samfélagsmiðlinum Truth. Hann hafði ítrekað sagt að ef Hamas myndi ekki semja áður en hann tæki við embætti þá yrði það þeim dýrkeypt.