Lögreglan grípur til aðgerða í Vínarborg

Ríki íslams | 15. janúar 2025

Lögreglan grípur til aðgerða í Vínarborg

Lögreglan í Vín í Austurríki segir að hún hafi gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að vernda tugþúsundir gesta sem munu taka þátt í Vínardansleikjunum vinsælu. Lögreglan gerir þetta eftir hótanir íslamskra vígamanna um að gera árásir vítt og breitt um Evrópu.

Lögreglan grípur til aðgerða í Vínarborg

Ríki íslams | 15. janúar 2025

Fjölmenni mun taka þátt í Vínardansleikjunum en sá frægasti af …
Fjölmenni mun taka þátt í Vínardansleikjunum en sá frægasti af þeim fer fram í óperuhúsi borgarinnar í lok febrúar. Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan í Vín í Austurríki segir að hún hafi gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að vernda tugþúsundir gesta sem munu taka þátt í Vínardansleikjunum vinsælu. Lögreglan gerir þetta eftir hótanir íslamskra vígamanna um að gera árásir vítt og breitt um Evrópu.

Lögreglan í Vín í Austurríki segir að hún hafi gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að vernda tugþúsundir gesta sem munu taka þátt í Vínardansleikjunum vinsælu. Lögreglan gerir þetta eftir hótanir íslamskra vígamanna um að gera árásir vítt og breitt um Evrópu.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Austurríki frá því í október 2023 og hafa yfirvöld hert öryggisviðbúnað, þá aðallega í kringum fjölmenna viðburði.

Hóta árásum

Hópar sem tengjast Ríki íslams hafa hvatt vígamenn til árása víða um heim. Einn hópur nefndi sérstaklega Vínardansleikina sem ná hápunkti nú í janúar og febrúar. Einnig hafa hóparnir talað um að gera árásir á aðra viðburði í Evrópu og í Bandaríkjunum að sögn lögreglunnar í Vínarborg.

Mörg hundruð dansleikir fara fram í austurrísku höfuðborginni yfir vetrartímann. Sá frægasti fer fram í óperuhúsinu 27. febrúar.

Vilja tryggja öryggi íbúa og gesta

Lögreglan tekur fram að þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um yfirvofandi árás þá hafi hún gripið til aðgerða til að tryggja öryggi almennings og draga úr mögulegri ógn.

„Lögreglan í Vínarborg býst við að tugþúsundir gesta muni njóta Vínardansleikjanna og finna fyrir öryggi,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Aftur á móti er ekkert tekið fram um það hvers konar aðgerða hafi verið gripið til.

Byssumaður myrti fjóra í Vín 2020

Lögreglumönnum á götum úti var fjölgað í kjölfar mannskæðrar árásar sem var gerð á jólamarkað í Magdeburg í Þýskalandi í desember. Þar létust sex og mörg hundruð særðust.

Árið 2020 myrti byssumaður, sem var stuðningsmaður Ríkis íslams, fjóra einstaklinga í miðborg Vínarborgar.

mbl.is