Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að Rússar hafi haft í hyggju að ráðast gegn erlendum flugfélögum víða um heim, en Tusk sakar rússnesk yfirvöld enn fremur um að hafa staðið á bak við skemmdarverk í Póllandi og víðar.
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að Rússar hafi haft í hyggju að ráðast gegn erlendum flugfélögum víða um heim, en Tusk sakar rússnesk yfirvöld enn fremur um að hafa staðið á bak við skemmdarverk í Póllandi og víðar.
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að Rússar hafi haft í hyggju að ráðast gegn erlendum flugfélögum víða um heim, en Tusk sakar rússnesk yfirvöld enn fremur um að hafa staðið á bak við skemmdarverk í Póllandi og víðar.
Tusk lét ummælin falla er hann tók á móti Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, í Varsjá í Póllandi í dag.
Pólland, sem er bæði hluti af Evrópusambandinu og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, hefur verið einn af dyggustu stuðningsmönnum úkraínskra yfirvalda frá því innrásarstríð Rússa hófst í febrúar 2022.
„Það eina sem ég get sagt, og ég mun ekki fara í nein smáatriði, er að ég get staðfest gildi þess sem menn hafa óttast að Rússland skipulagði hryðjuverk í háloftunum, ekki aðeins gegn Póllandi heldur gegn flugfélögum víða um heim,“ sagði Tusk.
Ráðherrann bætti við að Pólland, sem fer með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, muni vinna að því að hraða aðildarferli Úkraínu að ESB.
Selenskí sagði við blaðamenn að því fyrr sem Úkraína yrði hluti af ESB því hraðar gæti landið gengið í NATO. Slíkt myndi auka stöðugleika í Evrópu.