Enn er allt í hnút í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins en samninganefndir kennara og sveitarfélaganna sitja nú á fundi, án samninganefndar ríkisins.
Enn er allt í hnút í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins en samninganefndir kennara og sveitarfélaganna sitja nú á fundi, án samninganefndar ríkisins.
Enn er allt í hnút í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins en samninganefndir kennara og sveitarfélaganna sitja nú á fundi, án samninganefndar ríkisins.
Framhaldsskólakennarar huga að áframhaldandi verkfallsaðgerðum sem hefjast 1. febrúar, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Aðgerðirnar gætu orðið ótímabundnar í nokkrum völdum skólum.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að samninganefnd ríkisins væri lengra frá alvöru samningsvilja en samninganefnd sveitarfélaganna.
Samninganefnd kennara er sameiginleg fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, en þar sem ríkið er launagreiðandi þeirra síðastnefndu kemur önnur samninganefnd þar að samningum.
„Það er hárrétt að það hefur mjög lítið þokast í þessum hluta samtalsins. Þetta viðræðuhlé sem varð niðurstaðan á föstudaginn, það stendur enn. Við erum að meta stöðuna hvort við náum að finna flöt á þessu aftur. Það hefur ekkert útspil komið frá ríkinu ennþá,“ segir Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við mbl.is.
„Þegar svona er staðan þá eru þreifingar úti um allt, við erum að tala við okkar bakland. Miðað við stöðuna eins og hún er hún þá erum við teikna upp seinni hálfleik aðgerða.“
Framhaldsskólakennarar geri sér því miður engar væntingar um að samningar náist fyrir mánaðamót. Búast megi því að strax í febrúarbyrjun verði framkvæmdar atkvæðagreiðslur um verkföll í einhverjum framhaldsskólum.
„Að óbreyttu mun enn og aftur þurfa að koma til rofs í námi nemenda í framhaldsskólum, sem er afskaplega bagalegt að þurfa að grípa til,“ segir Guðjón.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um fjölda skóla sem taka þátt í verkfallsaðgerðum eða hvort um tímabundnar aðgerðir eða ótímabundnar aðgerðir verður að ræða.
„Við erum bara í takti við KÍ með allt saman og þessar aðgerðir tvinnast allar saman, þannig við erum að skoða þetta,“ segir Guðjón.
„Nú erum við bara komin á þann stað að við þurfum að klára þessa deilu,“ bætir hann við.
Upplifið þið ekki samningsvilja hjá ríkinu?
„Við getum allavega sagt að það er ekki tekið undir kröfur okkar, sem eru tvíþættar. Annars vegar að samkomulag frá árinu 2016 þar sem lífeyriskjör voru samræmd á milli opinbers og almenns markaðar, og laun áttu svo að verða samræmd í kjölfarið. Á þetta er ríkið ekki að hlusta, ekki að okkar viti. Svo höfum við verið að benda á þá stöðu að við höfum verið að missa mikilvægan mannafla út úr skólunum,“ segir Guðjón
Fimmti hver sem starfi við kennslu í framhaldsskólum sé án réttinda. Á tíu árum hafi hlutfallið farið úr 14 prósentum yfir í 20 prósent.
„Við erum að eldast þessi stétt og við verðum að geta endurnýjað okkur. Það byggir á því að launin séu samkeppnishæf.“
Kröfur byggi því bæði á réttmætu samkomulagi, að mati kennara, sem gert var árið 2016 og faglegum kröfum sem samfélagið hljóti að vilja að skólarnir uppfylli.