„Ég hef mínar skoðanir eins og margir og það er ýmislegt sem að hefði betur mátt fara finnst mér,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
„Ég hef mínar skoðanir eins og margir og það er ýmislegt sem að hefði betur mátt fara finnst mér,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
„Ég hef mínar skoðanir eins og margir og það er ýmislegt sem að hefði betur mátt fara finnst mér,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.
Sigfús, sem er 49 ára gamall, er af mörgum talinn einn besti línumaður sem Ísland hefur átt en hann vann til silfurverðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Sigfús spáði í spilin fyrir heimsmeistaramótið í Króatíu, Danmörku og Noregi þar sem Ísland leikur í G-riðli keppninnar ásamt Slóveníu, Grænhöfðaeyjum og Kúbu.
„Þá komum við aftur inn á þetta með grunninn, kennslu í yngri flokkum og þjálfun hérna heima, bæði varnar- og sóknarlega,“ sagði Sigfús.
„Það er skrítið að Ómar Ingi og Gísli Þorgeir séu bestu handboltamenn heims með Magdeburg en ekki með landsliðinu. Ég vil meina að það sé vegna þess að hjá Magdeburg eru þeir með línumann sem stoppar allar færslur í vörninni og býr til pláss fyrir þá til að vinna með.
Þeir eru óstöðvandi, einn á móti einum og góðir að velja þegar hjálpin kemur. Það hefur vantað upp á þessa kennslu því línumenn eiga ekki alltaf að vera skora mörk og hlaupa á bakvið. Maður sér það líka þegar menn eru orðnir þreyttir að þá standa þeir mjög flatir í vörninni.
Þeir lenda oft á eftir og það er vegna þess að grunnurinn hefur ekki verið rétt kenndur. Góður varnarmaður fær sóknarmanninn til þess að gera það sem varnarmaðurinn vill að hann geri, það hefur dottið út,“ sagði Sigfús meðal annars.
Viðtalið við Sigfús í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.