Blinken fullviss um að vopnahlé hefjist á sunnudag

Ísrael/Palestína | 16. janúar 2025

Blinken fullviss um að vopnahlé hefjist á sunnudag

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kveðst fullviss að vopnahlé milli Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna muni hefjast á sunnudag eins og stefnt hefur verið að.

Blinken fullviss um að vopnahlé hefjist á sunnudag

Ísrael/Palestína | 16. janúar 2025

Antony Blinken er fullviss um að vopnahlé á Gasa hefjist …
Antony Blinken er fullviss um að vopnahlé á Gasa hefjist á sunnudag. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kveðst fullviss að vopnahlé milli Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna muni hefjast á sunnudag eins og stefnt hefur verið að.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kveðst fullviss að vopnahlé milli Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna muni hefjast á sunnudag eins og stefnt hefur verið að.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, frestaði fyrr í dag atkvæðagreiðslu í þinginu um vopnahléssamninginn við Hamas. 

Ísraelsk yfirvöld saka Hamas um að standa ekki við sínar skuldbindingar en í samkomulaginu felst að Hamas láti yfir 30 gísla úr haldi. 

Blinken segir hann og aðra embættismenn í ríkisstjórn Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að leysa vandamál tengd ákvörðuninni um vopnahléið í gegnum sáttasemjara Katar í gær. 

„Það kemur ekki á óvart að í því ferli sem fylgir samningaviðræðum, sem hafa verið svona krefjandi og þungar, losni endi. Við erum að binda um þennan lausa enda í þessum töluðu orðum,“ sagði Blinken á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is