Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á morgun

Borgarlínan | 16. janúar 2025

Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á morgun

Fyrstu verklegu framkvæmdirnar við fyrsta áfanga borgarlínu hefjast á morgun. Eru það framkvæmdir við landfyllingu og sjóvarnir tengdar byggingu Fossvogsbrúar, en framkvæmdirnar verða Kársnesmegin við voginn.

Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á morgun

Borgarlínan | 16. janúar 2025

Framkvæmdir við landfyllingu fyrir Fossvogsbrú og þar með fyrstu framkvæmdir …
Framkvæmdir við landfyllingu fyrir Fossvogsbrú og þar með fyrstu framkvæmdir við borgarlínuverkefnið, hefjast á morgun. Teikning/Betri samgöngur

Fyrstu verklegu framkvæmdirnar við fyrsta áfanga borgarlínu hefjast á morgun. Eru það framkvæmdir við landfyllingu og sjóvarnir tengdar byggingu Fossvogsbrúar, en framkvæmdirnar verða Kársnesmegin við voginn.

Fyrstu verklegu framkvæmdirnar við fyrsta áfanga borgarlínu hefjast á morgun. Eru það framkvæmdir við landfyllingu og sjóvarnir tengdar byggingu Fossvogsbrúar, en framkvæmdirnar verða Kársnesmegin við voginn.

Í síðustu viku var verksamningur milli Vegagerðarinnar og verktakafyrirtækisins Gröfu og grjóts undirritaður í kjölfar útboðs í nóvember í fyrra.

Fossvogsbrúin er hluti af Samgöngusáttmálanum og er fyrsta stóra framkvæmdin í borgarlínuverkefninu. Brúin tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík. Áætluð verklok eru 1. nóvember 2026 fyrir þennan hluta verksins en gert er ráð fyrir að Fossvogsbrú verði tilbúin um mitt ár 2028, segir í tilkynningu.

Nýr samgönguráðherra, Eyjólfur Ármannsson, tekur fyrstu skóflustunguna ásamt borgarstjóra Reykjavíkur, bæjarstjóra Kópavogs, forstjóra Vegagerðarinnar og framkvæmdastjóra Betri samgangna.

Brúin yfir Fossvog verður fyrir gangandi og hjólandi umferð, sem …
Brúin yfir Fossvog verður fyrir gangandi og hjólandi umferð, sem og borgarlínuvagna. Teikning/Betri samgöngur
mbl.is