Fyrstu skipin til loðnumælinga

Loðnuveiðar | 16. janúar 2025

Fyrstu skipin til loðnmælinga

Vetrarmæling Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum er hafin. Lét Barði NK frá bryggju í Neskaupstað klukkan eitt síðdegis í dag og grænlenska skipið Polar Ammassak um hálf þrjú stefna skipin nú á miðin norðaustur af landinu.

Fyrstu skipin til loðnmælinga

Loðnuveiðar | 16. janúar 2025

Polar Ammassak lét frá bryggju um hálf þrjú síðdegis í …
Polar Ammassak lét frá bryggju um hálf þrjú síðdegis í dag. Skipið tekur þátt í vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Sigmund av Teigum

Vetrarmæling Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum er hafin. Lét Barði NK frá bryggju í Neskaupstað klukkan eitt síðdegis í dag og grænlenska skipið Polar Ammassak um hálf þrjú stefna skipin nú á miðin norðaustur af landinu.

Vetrarmæling Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum er hafin. Lét Barði NK frá bryggju í Neskaupstað klukkan eitt síðdegis í dag og grænlenska skipið Polar Ammassak um hálf þrjú stefna skipin nú á miðin norðaustur af landinu.

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lét frá höfn í Hafnarfirði rétt fyrir átta í morgun en hefur verið í Hvalfirði þar sem fram fer kvörðun, samkvæmt skráningu MarineTraffic. Tafir urðu á vetrarmælingunni vegna viðgerða sem þurfti að gera á skipinu og stóð til að þeim lyki síðastliðinn mánudag og að haldið yrði til loðnumælinga á þriðjudag.

Einnig stendur til að Heimaey VE taki þátt í leiðangrinum, en skipið hefur undanfarið verið við bryggju á Þórshöfn og hefur ekki lagt af stað er þetta er ritað.

Nokkur hætta er á að hafís trufli mælingar norðvestur af landinu. Greindi Veðurstofa Íslands frá því síðastliðinn mánudag að meginísrönd á gervitunglamynd mældist í um 65 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Vakin var athygli á að ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.

Einnig getur veður og bræla haft áhrif á mælingar en spáð vonskuveðri komandi helgi.

Hægt er að fylgjast með ferðum skipanna á gagnvirku korti Hafrannsóknastofnunar hér fyrir neðan.

mbl.is