Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé

Poppkúltúr | 16. janúar 2025

Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé

Bandaríska leikkonan Cameron Diaz ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Back in Action sem fór fram í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi.

Gekk rauða dregilinn eftir langt hlé

Poppkúltúr | 16. janúar 2025

Cameron Diaz.
Cameron Diaz. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Cameron Diaz ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Back in Action sem fór fram í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi.

Bandaríska leikkonan Cameron Diaz ljómaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Back in Action sem fór fram í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi.

Diaz var glæsileg til fara, klædd síðri svartri kápu og útvíðum gallabuxum, og stillti sér upp á rauða dreglinum, sem var að vísu fjólublár á litinn, ásamt mótleikara sínum, Jamie Foxx, en þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem leikkonan gekk rauða dregilinn.

Leikkonan, sem er best þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við The Holiday, Charlie’s Angels, The Mask, My Best Friends Wedding og There’s Something About Mary, lagði leiklistina á hilluna fyrir nokkrum árum síðan til að einbeita sér að móðurhlutverkinu, en Diaz er gift tónlistarmanninum Benji Madden, liðsmanni rokksveitarinnar Good Charlotte, og á með honum tvö ung börn, stúlku og dreng.

Foxx, sem lék með Diaz í kvikmyndunum Any Given Sunday og Annie, sannfærði leikkonuna um að snúa aftur í leiklistina eftir langt hlé til að leika á móti honum í gamanhasarmyndinni Back in Action sem byrjar í sýningu á streymisveitunni Netflix á morgun, föstudag.

Diaz, sem er 52 ára, er nú með nokkur kvikmyndaverkefni í bígerð, samkvæmt IMDb, og þar á meðal fimmtu teiknimyndina um tröllið Shrek.

View this post on Instagram

A post shared by E! News (@enews)

View this post on Instagram

A post shared by Cameron Diaz (@camerondiaz)

mbl.is