Hafa varla sofið í marga daga í LA

Gróðureldar í Los Angeles | 16. janúar 2025

Hafa varla sofið í marga daga í LA

„Við erum búin að vera með öndina í hálsinum og höfum varla sofið í marga daga út af ástandinu,“ segir Agla Friðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles, sem býr í hverfinu Woodland Hills, rétt við gróðureldana sem geisað hafa í borginni undanfarið.

Hafa varla sofið í marga daga í LA

Gróðureldar í Los Angeles | 16. janúar 2025

Agla Friðjónsdóttir ásamt manni og börnum í Los Angeles.
Agla Friðjónsdóttir ásamt manni og börnum í Los Angeles. Ljósmynd/Aðsend.

„Við erum búin að vera með öndina í hálsinum og höfum varla sofið í marga daga út af ástandinu,“ segir Agla Friðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles, sem býr í hverfinu Woodland Hills, rétt við gróðureldana sem geisað hafa í borginni undanfarið.

„Við erum búin að vera með öndina í hálsinum og höfum varla sofið í marga daga út af ástandinu,“ segir Agla Friðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles, sem býr í hverfinu Woodland Hills, rétt við gróðureldana sem geisað hafa í borginni undanfarið.

„Við fjölskyldan erum alveg á mörkum þess að hafa þurft að rýma,“ segir Agla við Morgunblaðið, en þau hafa tvisvar fengið skilaboð um að vera tilbúin að rýma og yfirgefa heimili sitt. Hafa þau pakkað niður sínum helstu verðmætum og hlutum sem þau geta ekki verið án.

Hún segist ekki hafa heyrt dæmi þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tjóni vegna eldanna. „Ég þori ekki að fullyrða það, en ég hef ekki fengið nein skilaboð þess efnis, og vona að ég fái þau ekki,“ segir Agla ennfremur en í Íslendingafélaginu eru skráð um 120 manns.

Agla segir að borgin verði ekki söm og áður. Stórir hlutar séu gjörsamlega í rúst.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is