Fyrirtæki á borð við Airbnb og Booking.com hafa tekið saman gögn um notendahegðun og framvirkar bókanir til að fá innsýn í hvað einkennir ferðalög notenda á þessu ári. Þetta kemur fram á BBC Travel.
Fyrirtæki á borð við Airbnb og Booking.com hafa tekið saman gögn um notendahegðun og framvirkar bókanir til að fá innsýn í hvað einkennir ferðalög notenda á þessu ári. Þetta kemur fram á BBC Travel.
Fyrirtæki á borð við Airbnb og Booking.com hafa tekið saman gögn um notendahegðun og framvirkar bókanir til að fá innsýn í hvað einkennir ferðalög notenda á þessu ári. Þetta kemur fram á BBC Travel.
Þótt ferðamannaiðnaðurinn sé að komast á sama stig og fyrir heimsfaraldur gerir efnahagsleg óvissa, yfirstandandi stríð í Úkraínu og Miðausturlöndum og væntanleg forsetaskipti í Bandaríkjunum hlutina allt annað en fyrirsjáanlega.
Jasmine Bina, forstjóri Concept Bureau og sérfræðingur í neytendahegðun, segir að fólk leiti nýrra akkera. „Ferðalög þar sem megináherslan er stjörnuskoðun, rómantík, nostalgía, svefn eða stafræn afeitrun sýna að fólk leitar að einhverju sem er stærra en það sjálft.“
Næturferðamennska, líkt og orðið gefur til kynna, nær yfir ferðaupplifun að næturlagi, allt frá sólarhringsopnun safna yfir í sjálflýsandi strendur eða norðurljósaferðir.
Sólvirkni verður hin mesta í áratugi á þessu ári sem leiðir af sér að norðurljósin ná ákveðnu hámarki. Verðlaunafyrirtækið Trailfinders segir Lappland, Lofoton-eyjar í Noregi, auk Svalbarða og Íslands, bestu áfangastaðina til að ná í skottið á norðurljósunum.
Ferðalög sem hafa það að marki að skapa ró hjá ferðalöngum halda áfram að vera vinsæl 2025. Hávaði er í brenndepli eftir að skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni metur hávaða sem helstu orsök heilsubrests í Vestur-Evrópu.
Ferðalög á borð við „rólegar flóttaleiðir“ með fram norsku ströndinni bjóða upp á dvöl í fjarlægð frá hávaða hversdagslífsins, með hljóðvöktunarstöðvum og lifandi hávaðaspá sem ber saman desíbel við borgirnar New York, París og London.
Majamaja í Helskinki-eyjaklasanum er einnig sögð kjörinn áfangastaður til að ná tengingu við náttúruna.
Fyrirtæki á borð við Trip Advisor nota gervigreindina til aðstoðar við að setja upp ferðaáætlanir fyrir ferðir á meðan fjöldi flugvalla sleppir pappírsmiðum og notar tæknina til að flokka farangur á skilvirkari hátt.
Á Hyatt-hótelum getur gervigreindarrúm fylgst með hjartslætti gestsins, hreyfingum og blóðþrýstingi til að bjóða upp á meiri þægindi og betri nætursvefn.
Með aukinni stafrænni væðingu hefur svokölluð stafræn kulnun færst í aukana, sérstaklega þegar kemur að samböndum fólks. Samkvæmt könnun Forbes Health 2024 er 79% Z-kynslóðarinnar, einstaklingar fæddir um miðjan tíunda áratuginn og fram til 2012, orðin þreytt á stefnumótum á netinu.
Þess vegna hefur það færst í aukana að ferðafyrirtæki bjóði upp á ferðir fyrir einstæðinga í leit að félagslegum ævintýrum.
Í kjölfar ört vaxandi ferðamennsku síðasta árs, á heimsvísu, eru mörg ferðafyrirtæki farin að huga að hvaða orlofsstaði sé hægt að bjóða upp á sem samræmast vinsælum áfangastöðum. Í því samhengi eru nefndir staðir á borð við Úsbekistan og eyjar við Austur-Afríku eins og Zanzibar og Madagaskar.
Hjá Airbnb eru áfangastaðirnir Milton Keynes og East Sussex á Englandi meðal vinsælustu áfangastaða í leitarvélum síðunnar.
Hitastig á hefðbundnum áfangastöðum við Miðjarðarhafið heldur áfram að slá met sem breytir því aðeins hvert fólk vill ferðast. Þeir sem hafa sífellt leitað í hlýja áfangastaði, eins og í Suður-Evrópu, spyrja sig hvar þeir geti varið fríinu í meiri kulda.
Ferðafyrirtækið Scott Dunn sá t.d. 26% aukningu í ferðalögum til Noregs og Finnlands á síðasta ári og spáir því að fleiri ferðamenn leiti á þær slóðir þegar frá líður. Þá hefur hámarksfjöldi bókana í safarí-ferðir í gegnum fyrirtækið færst frá desember til mars, sem gefur einnig mynd af því að loftslagsbreytingar hafi áhrif.
BBC Travel veltir upp þeirri spurningu hvort hljómsveitin Oasis og rapparinn Eminem, sem verða á tónleikaferðalagi 2025, muni hafa sömu áhrif á ferðaþjónustu um allan heim líkt og söngkonan Taylor Swift gerði á The Eras-tónleikaferð sinni.
Globetrender kallar þróunina „nýtt blómaskeið“ og bendir á að þegar aldamótakynslóðin kemst á miðjan aldur muni einstaklingar af þeirri kynslóð leita í frí frá óvissu, í átt að athvarfi og þægilegri heimi bernskuminninga.