Magnaður Amad skoraði þrennu (myndskeið)

Mörk og tilþrif | 16. janúar 2025

Magnaður Amad skoraði þrennu (myndskeið)

Amad Diallo gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á tólf mínútum þegar Manchester United lagði botnlið Southampton að velli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Magnaður Amad skoraði þrennu (myndskeið)

Mörk og tilþrif | 16. janúar 2025

Amad Diallo gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á tólf mínútum þegar Manchester United lagði botnlið Southampton að velli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Amad Diallo gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á tólf mínútum þegar Manchester United lagði botnlið Southampton að velli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Southampton komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Manuel Ugarte skoraði sjálfsmark.

Amad jafnaði metin á 82. mínútu og sneri svo taflinu við á 90. mínútu eftir glæsilega sendingu varamannsins Christians Eriksen.

Þrennan var svo fullkomnuð á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Fílabeinsstrendingurinn nýtti sér skelfileg mistök Taylors Harwood-Bellis og skoraði í autt markið.

Þrennu Amads má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is