Minntist eiginmannsins í fallegri færslu

Instagram | 16. janúar 2025

Minntist eiginmannsins í fallegri færslu

Kanadíska stórsöngkonan Céline Dion minntist eiginmanns síns heitins, Réne Angélil, í fallegri færslu á Instagram-síðu sinni á miðvikudag. Níu ár eru liðin frá því að Angélil lést vegna krabbameins í hálsi, 74 ára gamall.

Minntist eiginmannsins í fallegri færslu

Instagram | 16. janúar 2025

Céline Dion ásamt sonum sínum.
Céline Dion ásamt sonum sínum. Skjáskot/Instagram

Kanadíska stórsöngkonan Céline Dion minntist eiginmanns síns heitins, Réne Angélil, í fallegri færslu á Instagram-síðu sinni á miðvikudag. Níu ár eru liðin frá því að Angélil lést vegna krabbameins í hálsi, 74 ára gamall.

Kanadíska stórsöngkonan Céline Dion minntist eiginmanns síns heitins, Réne Angélil, í fallegri færslu á Instagram-síðu sinni á miðvikudag. Níu ár eru liðin frá því að Angélil lést vegna krabbameins í hálsi, 74 ára gamall.

Dion deildi mynd af sér ásamt sonum hjónanna, hinum 23 ára gamla René-Charles og fjórtán ára gömlum tvíburadrengjum, Nelson og Eddy.

„René, við eigum öll erfitt með að trúa því að það séu liðin níu ár frá því þú kvaddir. Það líður ekki sá dagur að við, RC, Eddy, Nelson og ég, finnum ekki fyrir nærveru þinni. Þú varst meistari minn, sálufélagi og sást ávallt það besta í mér.

Ég heiðra þig og þín er ávallt saknað ástin mín, við elskum þig,” skrifaði söngkonan við færsluna.

Dion hef­ur minnst Angélil á sam­fé­lags­miðlum á hverju ári frá and­láti hans, bæði á dán­ar­degi hans og fæðing­ar­degi. 

View this post on Instagram

A post shared by Céline Dion (@celinedion)



mbl.is