Ashley Moody, ríkissaksóknari Flórída, hefur verið skipuð til þess að taka sæti Marco Rubio, utanríkisráðherraefnis verðandi Bandaríkjaforseta, í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Ashley Moody, ríkissaksóknari Flórída, hefur verið skipuð til þess að taka sæti Marco Rubio, utanríkisráðherraefnis verðandi Bandaríkjaforseta, í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Ashley Moody, ríkissaksóknari Flórída, hefur verið skipuð til þess að taka sæti Marco Rubio, utanríkisráðherraefnis verðandi Bandaríkjaforseta, í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrir skömmu.
Dagblaðið Wall Street Journal greinir frá.
Marco Rubio er kjörinn öldungadeildarþingmaður Flórída en þar sem Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt hann til þess að gegna stöðu utanríkisráðherra – sem verður að öllum líkindum samþykkt af öldungadeildinni – þá losnar sæti hans.
Fellur það því í skaut DeSantis að skipa nýjan þingmann.
DeSantis sagði á blaðamannafundinum að hann hefði valið Moody þar sem hún myndi leggja áherslu á að skera niður útgjöld hins opinbera og tryggja landamærin.
Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni á sama tíma og demókratar eru með 47.
Moody er repúblikani og mun vera skipuð í þingsætið þar til kosið verður um þingsætið á næsta ári.
Rubio er eitt minnst umdeilda ráðherraefni Trumps og er talið að hann verði samþykktur með þokkalegum meirihluta öldungadeildarinnar.