„Þetta er bara hræðsluáróður“

Strandveiðar | 16. janúar 2025

„Þetta er bara hræðsluáróður“

„Við erum bara mjög glöð að fá þessa 48 daga, það er það sem við erum búin að berjast fyrir. Við erum bara bjartsýn á að þetta gangi upp. Ég hef enga ástæðu til að halda annað en að ríkisstjórnin sé að vinna í þessu af fullum heilindum,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er bara hræðsluáróður“

Strandveiðar | 16. janúar 2025

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, telur 16 þúsund tonn …
Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, telur 16 þúsund tonn duga til að tryggja bátum 48 veiðidaga í sumar, tal um 20 til 25 þúsund tonn segir hann hræðsluáróður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum bara mjög glöð að fá þessa 48 daga, það er það sem við erum búin að berjast fyrir. Við erum bara bjartsýn á að þetta gangi upp. Ég hef enga ástæðu til að halda annað en að ríkisstjórnin sé að vinna í þessu af fullum heilindum,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

„Við erum bara mjög glöð að fá þessa 48 daga, það er það sem við erum búin að berjast fyrir. Við erum bara bjartsýn á að þetta gangi upp. Ég hef enga ástæðu til að halda annað en að ríkisstjórnin sé að vinna í þessu af fullum heilindum,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Hann kveðst rólegur yfir þeirri gagnrýni sem áform ríkisstjórnarinnar um að tryggja öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga á komandi sumri hafa fengið. „Þetta verður verkefni en ekkert óyfirstíganlegt. Það verður hægt að finna lausn á þessu.“

Undanfarin ár hafa heimildir sem veiðunum er ráðstafað ekki dugað fyrir veiðitímabilið sem er tólf dagar á bát í hverjum mánuði maí til og með ágúst. 

Hræðsluáróður

Áform ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýnd og hefur þótt ljóst að einhvers staðar þurfi að finna þær aflaheimildir sem á að veita strandveiðunum til að ríkisstjórnin geti staðið við gefin fyrirheit.

Hafa gagnrýnisraddir nefnt að þurfi 20 til 25 þúsund tonna þorskkvóta til að allir bátar fái 48 veiðidaga.

„Þetta verða aldrei nein 25 þúsund tonn, þetta er bara hræðsluáróður. Það er kannski bara gott fyrir okkur, því þegar þetta raungerist ekki er hægt að benda á það að þetta var einmitt bara það, hræðsluáróður. Ég stórefa að það verði meira en fjögur þúsund tonn til viðbótar við þau tólf þúsund tonn sem veiðunum var ráðstafað síðasta sumar,“ svarar Kjartan Páll, inntur álits á gagnrýninni.

Kjartan Páll gefur lítið fyrir fullyrðingar um að verið sé að hafa störf af öðrum með færslu veiðiheimilda til strandveiða. „Þetta kemur úr hörðustu átt. Það hurfu 30 störf á Seyðisfirði í fyrra, svo hefur nýverið verið seldur kvóti frá Tálknafirði til Reykjavíkur og Sólrún ehf. til Húsavíkur. Það er ekki eins og það séu ekki tilfærslur í þessu.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is