Í dag verður fyrsta skóflustungan tekin að Fossvogsbrú, sem ná á frá Kársnesi í Kópavogi yfir voginn til Reykjavíkur, en framkvæmdir við landfyllingu og sjóvarnir hefjast þá. Miðað er við að verklok brúarinnar verði árið 2028, en áður hafði verið miðað við að brúin væri að fullu kláruð árið 2027. Það er ekki í fyrsta skipti sem áætluðum framkvæmdum tengdum brúnni seinkar.
Í dag verður fyrsta skóflustungan tekin að Fossvogsbrú, sem ná á frá Kársnesi í Kópavogi yfir voginn til Reykjavíkur, en framkvæmdir við landfyllingu og sjóvarnir hefjast þá. Miðað er við að verklok brúarinnar verði árið 2028, en áður hafði verið miðað við að brúin væri að fullu kláruð árið 2027. Það er ekki í fyrsta skipti sem áætluðum framkvæmdum tengdum brúnni seinkar.
Í dag verður fyrsta skóflustungan tekin að Fossvogsbrú, sem ná á frá Kársnesi í Kópavogi yfir voginn til Reykjavíkur, en framkvæmdir við landfyllingu og sjóvarnir hefjast þá. Miðað er við að verklok brúarinnar verði árið 2028, en áður hafði verið miðað við að brúin væri að fullu kláruð árið 2027. Það er ekki í fyrsta skipti sem áætluðum framkvæmdum tengdum brúnni seinkar.
Hægt verður að nota brúna strax og hún er klár þrátt fyrir að borgarlínan fari ekki að ganga fyrr en þremur árum síðar.
Þegar vinningstillaga brúarinnar var kynnt í desember árið 2021 kom fram að framkvæmdir ættu að hefjast í byrjun árs 2023 og að hún yrði klár í seinasta lagi í byrjun árs 2024. Á sama tíma var tilkynnt að framkvæmdir við fyrstu lotu borgarlínuverkefnisins, en brúin er hluti af þeirri lotu, ættu að standa yfir á árunum 2021 til 2025.
Í maí árið 2022 var greint frá því að reiknað væri með að vinna við landfyllingu myndi hefjast strax um haustið það sama ár, eða aðeins á undan áætlun.
Stuttu síðar gaf félagið Betri samgöngur ofh. út skýrslu þar sem kom fram að gert væri ráð fyrir útboði við byggingu nýrrar brúar um mitt ár 2023 og að hún yrði fullbyggð og tilbúin til notkunar í lok árs 2024, sem sagt fyrir hálfum mánuði síðan.
Umtalsverðar tafir hafa orðið á útboði brúarinnar, en uppfærsla samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins tafðist mikið á þessum tíma. Var hann að lokum uppfærður um mitt síðasta ár, en þá kom í ljós að tölur um kostnað höfðu hækkað mikið, eða úr um 170 milljörðum í 311 milljarða. Samhliða því var áætlaður kostnaður við Fossvogsbrú kominn upp í 8,8 milljarða, en hafði áður verið 2,25 milljarðar í frumdrögum verkefnisins. Hefur verið greint frá því að ríkisendurskoðun hafi ákveðið að skoða málið.
Í byrjun síðasta árs var svo tilkynnt að undirbúningur fyrir útboðið væri langt kominn og nú væri áformað að verklok við Fossvogsbrú yrðu árið 2027.
Við uppfærslu samgöngusáttmálans, í ágúst á síðasta ári, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi innviðaráðherra, að farið yrði í útboð á Fossvogsbrú það haust, sem var gert, og að gert væri ráð fyrir að fyrsti fasinn yrði kláraður árið 2027.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir í samtali við mbl.is að við uppfærslu samgöngusáttmálans hafi verið miðað við að landfyllingarnar myndu klárast árið 2026 og að brúin yrði klár árið 2028. Engin breyting hefði því orðið á tímarammanum síðan þá.
Jafnframt segir Davíð að fyrsta lota borgarlínu verði í heild klár árið 2031, en þrátt fyrir það verði hægt að nýta þá áfanga sem klárist fyrr fyrir umferð strætó, gangandi og hjólandi. Þannig verði hægt að nýta Fossvogsbrú undir umferð strætó frá 2028, þótt borgarlínan fari ekki að ganga fyrr en 2031. Sama eigi við um umferð gangandi og hjólandi sem geti þá farið yfir hana.
Davíð nefnir einnig að meðal næstu áfanga sem eigi að klárast í fyrstu lotu sé borgarlínuakrein meðfram Nauthólsvegi og því verði hægt að nota þá akrein fyrir strætó nokkru áður en borgarlínan fari að ganga, en líkt og þeir sem eiga erindi í Háskólann í Reykjavík á annatímum vita getur umferðin um Nauthólsveg verið mjög þung. „Þetta mun nýtast strætó strax og létta á þeim kafla,“ segir Davíð.