Áfram mælast skjálftar á miklu dýpi

Ljósufjallakerfi | 17. janúar 2025

Áfram mælast skjálftar á miklu dýpi við Grjótárvatn

Tæplega 100 jarðskjálftar, sem eru yfir einn að stærð, hafa mælst við Grjótárvatn í janúar. Í gær mældist skjálfti af stærðinni 3,2 sem er stærsti skjálftinn á svæðinu frá því virkni fór að aukast í ágúst. 

Áfram mælast skjálftar á miklu dýpi við Grjótárvatn

Ljósufjallakerfi | 17. janúar 2025

Engar vísbendingar eru til staðar um að kvika sé á …
Engar vísbendingar eru til staðar um að kvika sé á leið upp til yfirboðs. Kort/Map.is

Tæplega 100 jarðskjálftar, sem eru yfir einn að stærð, hafa mælst við Grjótárvatn í janúar. Í gær mældist skjálfti af stærðinni 3,2 sem er stærsti skjálftinn á svæðinu frá því virkni fór að aukast í ágúst. 

Tæplega 100 jarðskjálftar, sem eru yfir einn að stærð, hafa mælst við Grjótárvatn í janúar. Í gær mældist skjálfti af stærðinni 3,2 sem er stærsti skjálftinn á svæðinu frá því virkni fór að aukast í ágúst. 

Veðurstofa Íslands segir að kvikuinnskot á dýpi sé talið líklegasta skýringin á skjálftavirkni. Tekið er fram að engar vísbendingar séu til staðar um að kvika sé á leið upp til yfirboðs. 

Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Veðurstofunni.

„Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast við Grjótárvatn. Það sem af er janúar mánuði hafa tæplega 100 skjálftar yfir M1,0 að stærð mælst. Það er sambærilegt við fjölda skjálfta allan desember 2024 sem var mesti fjöldi skjálfta sem hefur mælst í einum mánuði á svæðinu. Í gærmorgun, 16. janúar, mældist skjálfti af stærð M3,2. Engar tilkynningar hafa borist til Veðurstofunnar um að skjálftinn hafi fundist í byggð en þó gætu íbúar á nærliggjandi svæðum hafa orðið hans varir. Þetta var stærsti skjálfti sem hefur mælst á svæðinu síðan virkni fór að aukast þarna í ágúst 2024, en þann 18. desember 2024 mældist skjálfti af stærð M3,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is