Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kom saman til fundar kl. 10 í dag með landskjörstjórn þar sem farið verður yfir umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninganna.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kom saman til fundar kl. 10 í dag með landskjörstjórn þar sem farið verður yfir umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninganna.
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kom saman til fundar kl. 10 í dag með landskjörstjórn þar sem farið verður yfir umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninganna.
Umsögninni var skilað til Alþingis á miðvikudag og þar kom fram að nokkrir annmarkar hefðu verið á framkvæmd kosninganna.
„Landskjörstjórn telur brýnt að endurskoða með heildstæðum hætti framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega með það í huga að gera hana skilvirkari og öruggari í framkvæmd.“
Svo segir í umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninganna sem fram fóru 30. nóvember.
Í umsögninni kemur m.a. fram að þar sem umsýsla við utankjörfundaratkvæðagreiðslu sé umfangsmikil, framkvæmdin viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega hvað varði flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, sé hætta á að atkvæði misfarist eða verði ekki tekin til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjósandans sjálfs.
Landskjörstjórn tilgreinir í umsögn sinni nokkra annmarka á framkvæmd kosninganna. Segir hún að heildarmat á annmörkunum og hvort ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninganna sé hjá Alþingi skv. kosningalögum og tilgreinir hún þrjú atriði sem telja verði annmarka á framkvæmd kosninganna. Öll varða þau Suðvesturkjördæmi.
Fram kemur að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis hafi upplýst landskjörstjórn um að 89 ágreiningsseðlar sem afhentir voru landskjörstjórn hafi ekki verið færðir inn í lokatölur atkvæða úr kjördæminu og þar af leiðandi hafi þeirra ekki verið getið í talningarskýrslu sem send var landskjörstjórn að kosningum loknum. Segir í umsögninni að tveir þeirra atkvæðaseðla hafi verið úrskurðaðir gild atkvæði af yfirkjörstjórn kjördæmisins, en þrátt fyrir það hafi þau atkvæði ekki verið talin með gildum atkvæðum. Þá hafi hin atkvæðin, 87 talsins, ekki verið talin með ógildum atkvæðum.
„Er ljóst að framangreint fól í sér annmarka á talningu yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi,“ segir í umsögninni.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður undirbúningsnefndarinnar.
Hlutverk hennar er, eins og segir í lögum:
„Undirbúningsnefndin skal haga málsmeðferð sinni í samræmi við meginreglur um óhlutdrægni og málefnaleg sjónarmið. Við rannsóknina er undirbúningsnefndinni m.a. heimilt að kalla eftir upplýsingum frá stjórnvöldum, óska eftir að þau taki saman upplýsingar og boða þau á fund sinn, enn fremur að boða aðra aðila á sinn fund, leita sér sérfræðiaðstoðar, fara í vettvangsrannsóknir, rannsaka kjörgögn til að sannreyna úrslit kosninga, þ.m.t. telja atkvæði, eða óska eftir að kjörstjórnir geri það. Forseti skal setja undirbúningsnefndinni reglur þar sem m.a. skal kveðið á um val þingmanna í nefndina, málsmeðferð og rannsóknir nefndar, meðferð kosningakæra, rétt kærenda til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum, tímafresti, fyrirkomulag funda og aðgengi að gögnum nefndarinnar.“