Fylgjendur Katie Price með áhyggjur

Poppkúltúr | 17. janúar 2025

Fylgjendur Katie Price með áhyggjur

Fylgjendur bresku glamúrfyrirsætunnar Katie Price hafa miklar áhyggjur af heilsufari hennar ef marka má athugasemdir við nýjustu Instagram-færslu hennar. 

Fylgjendur Katie Price með áhyggjur

Poppkúltúr | 17. janúar 2025

Katie Price.
Katie Price. Skjáskot/Instagram

Fylgjendur bresku glamúrfyrirsætunnar Katie Price hafa miklar áhyggjur af heilsufari hennar ef marka má athugasemdir við nýjustu Instagram-færslu hennar. 

Fylgjendur bresku glamúrfyrirsætunnar Katie Price hafa miklar áhyggjur af heilsufari hennar ef marka má athugasemdir við nýjustu Instagram-færslu hennar. 

Price, sem er 46 ára gömul og fimm barna móðir, deildi myndskeiði af sér á samfélagsmiðlasíðunni á miðvikudag sem vakti fljótt mikla athygli og umtal. 

Myndskeiðið sem um ræðir sýnir glamúrfyrirsætuna fyrir utan heimili sitt á Englandi. Hún sést ganga í átt að myndavélinni til að sýna fylgjendum sínum nýjan íþróttagalla sem hún er klædd í. 

Margir höfðu orð á því hvað hún væri orðin grönn og veikluleg en hugmyndir hafa verið uppi um að hratt og skyndilegt þyngdartap hennar sé annaðhvort tilkomið vegna notkunar á þyngdarstjórnunarlyfi, líkt og Ozempic eða Wegovy, eða vegna átröskunarsjúkdóms. 

Price hefur alfarið vísað þeim sögusögnum á bug og segist hafa verið dugleg að taka á því í ræktinni síðustu mánuði. 

Þúsundir manna hafa ritað athugasemdir við færsluna og hvatt hana til að leita sér hjálpar, bæði vegna fíknar í fegrunaraðgerðir og vannæringar. 

Price hefur, eins og þekkt er, gjörbreytt líkama sínum með ótal fegrunaraðgerðum í gegnum árin. Hún gekkst undir sjöttu andlitslyftinguna sína í ágúst í fyrra, aðeins örfáum vikum eftir að hún lét stækka brjóst sín að nýju. Price hefur farið í 17 brjóstastækkanir frá árinu 1998.

View this post on Instagram

A post shared by Katie Price (@katieprice)

mbl.is