Ísraelar og Hamas hafa nú komist að samkomulagi um lokaatriði vopnahléssamkomulagsins, að því er ísraelskir fjölmiðlar greina frá og vitna í yfirlýsingu frá skrifstofu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, frá því í morgun.
Ísraelar og Hamas hafa nú komist að samkomulagi um lokaatriði vopnahléssamkomulagsins, að því er ísraelskir fjölmiðlar greina frá og vitna í yfirlýsingu frá skrifstofu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, frá því í morgun.
Ísraelar og Hamas hafa nú komist að samkomulagi um lokaatriði vopnahléssamkomulagsins, að því er ísraelskir fjölmiðlar greina frá og vitna í yfirlýsingu frá skrifstofu Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, frá því í morgun.
Í yfirlýsingunni staðfestir Netanjahú þar með formlega að samningurinn sé í höfn en í gær frestaði hann atkvæðagreiðslu um vopnahlésamninginn við Hamas sem ísraelska ríkisstjórnin átti að greiða atkvæði um í gær.
Yfirlýsingin staðfestir einnig þær upplýsingar að ríkisstjórn Ísraels muni hittast síðar í dag til að samþykkja samninginn. Samkomulagið felur meðal annars í sér lausn gísla sem enn eru í haldi á Gasa.
Ísraelski forsætisráðherra sakaði í gær Hamas-samtökin um að hafa viljað gera breytingar á skilmálum samkomulagsins á síðustu stundu en því neitaði Hamas.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kveðst í gær fullviss að vopnahlé milli Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna muni hefjast á sunnudag eins og stefnt hefur verið að.