Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara (FF) samþykktu í dag að hefja undirbúning ótímabundinna verkfalla í „ákveðnum fjölda“ framhaldsskóla í næsta mánuði.
Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara (FF) samþykktu í dag að hefja undirbúning ótímabundinna verkfalla í „ákveðnum fjölda“ framhaldsskóla í næsta mánuði.
Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara (FF) samþykktu í dag að hefja undirbúning ótímabundinna verkfalla í „ákveðnum fjölda“ framhaldsskóla í næsta mánuði.
Verður efnt til atkvæðagreiðslna þegar friðarskyldu lýkur um mánaðamótin, að því gefnu að kjarasamningar hafi ekki náðst fyrir þann tíma.
Þetta kemur fram í tilkynningu Kennarasambands Íslands að loknum fundi trúnaðarmanna FF í dag.
Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn komu saman á fundinum. Lýstu þeir þungu áhyggjum af þeirri pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni.
„Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda,“ segir í ályktun sem trúnaðarmennirnir samþykktu.