Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið

Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið

Innsetningarathöfn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, á mánudaginn verður haldin innandyra en ekki úti eins og hefð er fyrir.

Innsetningarathöfnin færð inn í þinghúsið

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 17. janúar 2025

Trump tekur við embætti forseta á mánudag.
Trump tekur við embætti forseta á mánudag. AFP/Mark Ralston

Innsetningarathöfn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, á mánudaginn verður haldin innandyra en ekki úti eins og hefð er fyrir.

Innsetningarathöfn Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, á mánudaginn verður haldin innandyra en ekki úti eins og hefð er fyrir.

Trump greinir frá þessu á samfélagsmiðli sínum Truth Social.

Í færslunni segir hann að köldu heimskautalofti sé spáð og þar af leiðandi verði að færa athöfnina.

„Heimskautaloft streymir nú yfir landið. Því hef ég fyrirskipað að innsetningarávarpið, auk bæna og annarra ræðuhalda, verði flutt í bandaríska þinghúsið,“ skrifar Trump. 

Athöfnin verður því í Capitol Rot­unda, hring­laga her­bergi sem er kallað hjarta þing­húss­ins.

Venjulega er athöfnin haldin fyrir utan þinghúsið. 

Síðast innandyra árið 1985

Síðasta innsetningarathöfnin sem var haldin innandyra var árið 1985 hjá Ronald Reagan en þá var einnig mjög kalt.

Til eru fáein dæmi í sögu Bandaríkjanna um að þessi athöfn sé haldin innandyra en það er þó mjög sjaldgæft.

Á athöfninni flytja forsetar ávarp þar sem þeir nýta oft tækifærið til að kynna sýn sína og setja fram markmið sín fyrir þjóðina.

Oft eftirminnanlegar ræður

Enn þann dag í dag er vitnað í nokkrar af þeim áhrifamestu ræðum sem haldnar hafa verið.

Sem dæmi má nefna árið 1933 þegar Franklin D. Roosevelt sagði í ávarpi sínu: „Það eina sem við höfum að óttast er óttinn sjálfur.“

John F. Kennedy var einnig með eftirminnilega innsetningarræðu þar sem hann sagði meðal annars:

„Spurðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig; spurðu hvað þú getur gert fyrir land þitt.“

Svona er innsetningarathöfnin venjulega, fyrir utan þinghúsið.
Svona er innsetningarathöfnin venjulega, fyrir utan þinghúsið. AFP/Mark Ralston
mbl.is