Laxey fjárfestir í búnaði frá Marel

Fiskeldi | 17. janúar 2025

Laxey fjárfestir í búnaði frá Marel

Laxey og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxey fyrir landeldislax. Lausnin veitir bæði nákvæma stærðarflokkun og tengingu við stafrænar lausnir Marel sem hámarka rekstrarhagkvæmni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Laxey.

Laxey fjárfestir í búnaði frá Marel

Fiskeldi | 17. janúar 2025

Sindri Magnason hjá Marel og Kristmann Kristmannsson handsala samninginn.
Sindri Magnason hjá Marel og Kristmann Kristmannsson handsala samninginn. Ljósmynd/Laxey

Laxey og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxey fyrir landeldislax. Lausnin veitir bæði nákvæma stærðarflokkun og tengingu við stafrænar lausnir Marel sem hámarka rekstrarhagkvæmni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Laxey.

Laxey og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxey fyrir landeldislax. Lausnin veitir bæði nákvæma stærðarflokkun og tengingu við stafrænar lausnir Marel sem hámarka rekstrarhagkvæmni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Laxey.

Um er að ræða Smartline-flokkara og AXIN hugbúnað Marel. Með hugbúnaðinum getur starfsfólk Laxeyjar stýrt vinnsluferlinu eftir upplýsingum sem kerfið aflar í rauntíma. Gerir hugbúnaðurinn starfsfólkinu þannig kleift að haga framleiðslunni á sem hagkvæmastan máta og jafnframt að bregðast skjótt við vandamálum sem kunna að koma upp. Þá er flokkarinn sagður auka nákvæmni í stærðarflokkun sem og styðja við rekjanleika, gæði og framleiðsluhagkvæmni

„Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að hafa skýra yfirsýn yfir vinnsluna, góðan rekjanleika og geta þannig tryggt hagkvæmni í gegnum öll stig vinnslunnar,” segir Kristmann Kristmannsson verkefnastjóri vinnslu og innkaupa hjá Laxey í tilkynningunni.

Laxey stefnir að framleiðslu á 32 þúsund tonnum af laxi á ári hverju í landeldisstöð þeirra í Vestmannaeyjum. Þegar hefur verið byggð seiðastöð sem er komin í fullan rekstur og senn verður fyrsta áfanga áframeldisins í Viðlagafjöru fullkláraður. Fyrsti seiðaskammtur var fluttur í áframeldið í lok síðasta árs og er fyrsta slátrun áætluð haustið 2025. J

mbl.is