Samþykktu tillögu um að fjarlægja vöruhúsið

Vöruhús við Álfabakka 2 | 17. janúar 2025

Samþykktu tillögu um að fjarlægja vöruhúsið

Á fjölmennum íbúafundi í Breiðholti um skipulagsmál í Suður-Mjódd í gær var samþykkt ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt.

Samþykktu tillögu um að fjarlægja vöruhúsið

Vöruhús við Álfabakka 2 | 17. janúar 2025

Frá íbúafundinum í gærkvöld.
Frá íbúafundinum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á fjölmennum íbúafundi í Breiðholti um skipulagsmál í Suður-Mjódd í gær var samþykkt ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt.

Á fjölmennum íbúafundi í Breiðholti um skipulagsmál í Suður-Mjódd í gær var samþykkt ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt.

Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi stóð fyrir fundinum. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, Kristján Halldórsson, formaður húsfélagsins Árskógum 7, og Hilmar Björnsson arkitekt fluttu erindi á fundinum þar sem Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var fundarstjóri.

„Fjölmennur íbúafundur haldinn fimmtudaginn 16. janúar 2025 um skipulagsmál í Suður-Mjódd ályktar að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt,“ segir í færslu Helga Áss á Facebook-síðu íbúasamtakanna Betra Breiðholt.

Borgarstjórn samþykkti á dögunum að fara í stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli við Álfabakka 2a þar sem stærðarinnar vöruhús hefur risið, íbúum til mikils ama.

Reykjavíkurborg og uppbyggingaraðilar vinna nú að tillögum um breytingar á húsinu vegna harðrar gagnrýni sem upp kom þegar húsið reis með miklum hraða. Einnig hefur borgarstjóri boðað samráð og samvinnu við Búseta og íbúa í nágrenni hússins.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, ræðir við fundarmenn.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, ræðir við fundarmenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is