Strigaskór Páls Winkel komnir í bann

Fatastíllinn | 17. janúar 2025

Strigaskór Páls Winkel komnir í bann

Maðurinn minn kom heim einn daginn í vinnunni og sagðist hafa gert alvarlega mistök. Svo alvarleg að hann hefði þurft að afsaka útganginn á sér. „Í hverju varstu eiginlega,“ spurði ég því maðurinn hefur lítinn áhuga á fatasamsetningum og hefur þar af leiðandi lítið sett sig inn í hvað passar við hvað. Þetta er þekkt í samfélögum manna. Það fæðast ekki allir með elegansinn upp á tíu en það er þó hægt að læra að setja saman flíkur ef fólk er námsfúst. 

Strigaskór Páls Winkel komnir í bann

Fatastíllinn | 17. janúar 2025

Búið er að setja Borgartúnsbann á íþróttaskó eiginmanns míns, Páls …
Búið er að setja Borgartúnsbann á íþróttaskó eiginmanns míns, Páls Winkel. Samsett mynd

Maðurinn minn kom heim einn daginn í vinnunni og sagðist hafa gert alvarlega mistök. Svo alvarleg að hann hefði þurft að afsaka útganginn á sér. „Í hverju varstu eiginlega,“ spurði ég því maðurinn hefur lítinn áhuga á fatasamsetningum og hefur þar af leiðandi lítið sett sig inn í hvað passar við hvað. Þetta er þekkt í samfélögum manna. Það fæðast ekki allir með elegansinn upp á tíu en það er þó hægt að læra að setja saman flíkur ef fólk er námsfúst. 

Maðurinn minn kom heim einn daginn í vinnunni og sagðist hafa gert alvarlega mistök. Svo alvarleg að hann hefði þurft að afsaka útganginn á sér. „Í hverju varstu eiginlega,“ spurði ég því maðurinn hefur lítinn áhuga á fatasamsetningum og hefur þar af leiðandi lítið sett sig inn í hvað passar við hvað. Þetta er þekkt í samfélögum manna. Það fæðast ekki allir með elegansinn upp á tíu en það er þó hægt að læra að setja saman flíkur ef fólk er námsfúst. 

Maðurinn minn hefur aðallega þróað með sér hæfileika á fatasviðinu með því að kaupa sér hryllilega stuttermaboli á netinu. Þetta eru aðallega bómullarbolir sem eru merktir hljómsveitum sem hann heldur upp á. Þetta eru ekki hljómsveitir sem ég held upp á. Lítið fer fyrir fagurfræði þegar kemur að hönnun þessara gersema. Nú svo er hann líka hrifinn af íþróttateygjum sem eru saumaður úr sveittu glansefni. 

Í bráðum áratug hef ég reynt að bæta fatastíl þessa góða manns með tilþrifum. Reynt að beina honum inn á réttar brautir. Farið með honum í allar Kringlur heimsins og bara reynt að sýna ástúð í verki. Árangur hefur ekki verið í samræmi við vinnu. Þetta er svolítið eins og að vinna alltaf 40 yfirvinnutíma á viku án þess að fá aukalega greitt fyrir. Eða mæta í ræktina á hverjum morgni klukkan sex án þess að fá aukinn vöðvamassa. Það gefur auga leið að konur geta misst móðinn og farið að snúa sér að öðru. 

En það er einmitt í uppgjöfinni sem töfrarnir birtast. Mikið er talað um það í dag að fólk eigi að sleppa tökunum. Fólk á að sleppa tökunum á samferðafólki sínu, börnum, stjúpbörnum, barnabörnum, foreldrum, ömmum og öfum og láta alla og allt sigla sinn veg. Í stað þess að skipta sér af öllu er mælt með virkri hundsun. Virk hundsun virkar eins og að nota alltaf bara þumal sem vísar upp á messenger. Og bara nota þumal sem vísar upp - ekkert meira.

Í hverju var maðurinn minn? 

Í ljós kom að hann hafði farið í Hoka-strigaskónum sínum í vinnuna, lummulegum sokkum og í óstraujaðri skyrtu. Venjulega vekur hann mig á morgana með spurningunni: „Get ég verið svona í dag“. Ég gef mitt álit ef ég er spurð, en ég ráðskast ekki með fatasamsetningar að óþörfu. 

Hoka-skór í Borgartúnsbanni

Hoka-strigaskó njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Þeir þykja þægilegir og eru örugglega fínir í íþróttasölum og úti í göngutúrum. Hoka-strigaskór eiga jafnlítið heima á skrifstofum eins og ökklaskór við hnésíða kjóla og 40 den sokkabuxur á tröppum Bessastaða. 

Og af því maðurinn minn ræddi þetta við mig og spurði mig álits sagði ég honum að Hoka-strigaskórnir væru komnir í formlegt Borgartúnsbann. „Í hverju á ég þá að vera,“ spurði hann.

Nú í öllum hinum skónum sem eru ónotaðir inni í skáp og sérvaldir af eiginkonu ársins þegar hún var beðin um að koma með og græja hlutina. 

mbl.is