Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að auðvitað geti komið bakslag í verðbólguþróun. Þetta segir hún í viðskiptahluta Dagmála en hún var þar gestur ásamt Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðing Íslandsbanka.
Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að auðvitað geti komið bakslag í verðbólguþróun. Þetta segir hún í viðskiptahluta Dagmála en hún var þar gestur ásamt Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðing Íslandsbanka.
Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segir að auðvitað geti komið bakslag í verðbólguþróun. Þetta segir hún í viðskiptahluta Dagmála en hún var þar gestur ásamt Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðing Íslandsbanka.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:
„Við meira að segja teljum að verðbólgan geti aukist í haust að tæknilegum ástæðum. Þá geta efnahagsþrengingar erlendis eða kaupmáttarrýrnun smitast hratt hingað í formi verðbólgu og minni hagvaxtar,“ segir Hildur.
Jón Bjarki tekur undir og segir að óvissan sé ávallt til staðar.
„Kollegar okkar erlendis eru að reyna að finna fótfestu í sífellt óvissari heimi. En við erum ýmsu vön og munum lenda á fótunum þegar uppi er staðið,“ segir Jón Bjarki.