Þing verður sett 4. febrúar

Alþingiskosningar 2024 | 17. janúar 2025

Þing verður sett 4. febrúar

Alþingi verður sett 4. febrúar, eða eftir um tvær og hálfa viku. Kristrún Frostadóttir lagði erindi þess efnis fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Þá verða rúmlega átta vikur liðnar frá kosningum sem fóru fram 30. nóvember.

Þing verður sett 4. febrúar

Alþingiskosningar 2024 | 17. janúar 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lagði fram erindi á ríkisstjórnarfundi í dag …
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lagði fram erindi á ríkisstjórnarfundi í dag um setningu þingsins þriðjudaginn 4. febrúar. mbl.is/Karítas

Alþingi verður sett 4. febrúar, eða eftir um tvær og hálfa viku. Kristrún Frostadóttir lagði erindi þess efnis fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Þá verða rúmlega átta vikur liðnar frá kosningum sem fóru fram 30. nóvember.

Alþingi verður sett 4. febrúar, eða eftir um tvær og hálfa viku. Kristrún Frostadóttir lagði erindi þess efnis fram á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Þá verða rúmlega átta vikur liðnar frá kosningum sem fóru fram 30. nóvember.

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kom saman í dag og fundaði með landskjörstjórn, en farið er yfir umsögn landskjörstjórnar sem birt var fyrr í vikunni. Þar hafði meðal annars komið fram að nokkrir annmarkar hefðu verið á framkvæmd kosninganna, sér í lagi því er viðkemur framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér heima og erlendis.

Í um­sögn­inni kem­ur m.a. fram að þar sem um­sýsla við utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu sé um­fangs­mik­il, fram­kvæmd­in viðkvæm fyr­ir ut­anaðkom­andi þátt­um, sér­stak­lega hvað varði flutn­ing eða send­ing­ar at­kvæðis­bréfa til meðferðar og eft­ir at­vik­um til taln­ing­ar, sé hætta á að at­kvæði mis­far­ist eða verði ekki tek­in til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjós­and­ans sjálfs.

Greint hefur verið frá því að 25 atkvæði hafi ekki skilað sér til talningar í Suðvesturkjördæmi sem send höfðu verið á sveitarstjórnarskrifstofu Kópavogsbæjar. Þá barst einnig kassi til yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis ellefu dögum eftir kosningar með utankjörfundaratkvæðum frá Reykjavík. Voru þessi atkvæði ekki talin þar sem þau bárust of seint.

mbl.is