Þorleifur og Erna Mist eignuðust dóttur

Frægir fjölga sér | 17. janúar 2025

Þorleifur og Erna Mist eignuðust dóttur

Erna Mist Yamagata myndlistarmaður og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri eignuðust dóttur í fyrradag, þann 15. janúar. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna saman en fyrir á Þorleifur son sem er á unglingsaldri. 

Þorleifur og Erna Mist eignuðust dóttur

Frægir fjölga sér | 17. janúar 2025

Þorleifur Örn Arnarsson og Erna Mist Yamagata.
Þorleifur Örn Arnarsson og Erna Mist Yamagata.

Erna Mist Yamagata myndlistarmaður og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri eignuðust dóttur í fyrradag, þann 15. janúar. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna saman en fyrir á Þorleifur son sem er á unglingsaldri. 

Erna Mist Yamagata myndlistarmaður og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri eignuðust dóttur í fyrradag, þann 15. janúar. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna saman en fyrir á Þorleifur son sem er á unglingsaldri. 

Parið byrjaði að hittast í fyrra en Morgunblaðið var örlagavaldur í þeirra sambandi því það má segja að þau hafi kynnst í gegnum blaðið. Um jólin var sýningin Köttur á heitu blikkþaki frumsýnd en þar leikstýrir hann verkinu og hún hannaði leikmynd og búninga.

Erna Mist og Þorleifur sögðu frá sínum fyrstu fundum í Jólablaði Morgunblaðsins sem kom út í nóvember 2024. 

„Mætti ekki segja að við höf­um kynnst í Mogg­an­um?“ seg­ir Erna, sem hef­ur birt skoðanap­istla í blaðinu um sam­fé­lags­mál.

„Jú, ég rakst á grein eft­ir Ernu, sem ég vissi eng­in deili á,“ seg­ir hann.

Og hugsaðir þú bara, hvaða meist­ari er þetta?

„Það er ekk­ert oft sem þú lest ein­hvern texta úr þessu litla sam­fé­lagi og hugs­ar: Hver er þetta? Þetta snerti mig ofboðslega djúpt. Ég hugsa, þarna er ein­hver ofboðslega magnaður hugsuður sem bæði mót­ar og sér heim­inn og ég fann að þetta væri mann­eskja sem mig langaði að kynn­ast. Ég vissi eng­in deili á henni og vissi ekki hvernig hún leit út. Vissi ekk­ert. Ég gúgglaði hana, fann hana á In­sta­gram og addaði henni,“ seg­ir hann.

„Ég vissi hver hann var og þekkti hann í gegn­um sýn­ing­arn­ar hans. Það er svo fyndið með lista­menn – oft þekk­ir maður þá að vissu leyti án þess að hafa nokk­urn tím­ann hitt mann­eskj­una. Per­sónu­leik­inn skín í gegn­um verk­in sem maður skap­ar,“ seg­ir hún.

„Ein­hverj­um vik­um síðar sat ég inni í stofu og var að skrolla og þá poppaði upp Story hjá Ernu á In­sta­gram. Þá var hún í New York og var á söng­leik sem heit­ir The Book of Mormon, sem er skrifuð af South Park-geng­inu og mig hef­ur lengi langað að sjá. Ég droppaði skila­boðum á hana og sagði: „Nú er ég öf­und­sjúk­ur.“ Ég fékk strax svar og við byrjuðum að skrif­ast á, gát­um í raun­inni ekki hætt að skrif­ast á og nú er komið ár og fjór­ir dag­ar síðan þetta hófst,“ seg­ir hann.

„Þetta var svona sam­tal sem vildi ekki enda,“ seg­ir Erna.

Smartland óskar Ernu Mist og Þorleifi til hamingju með dótturina! 

Hér eru Erna Mist og Þorleifur stödd erlendis.
Hér eru Erna Mist og Þorleifur stödd erlendis. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is