Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur skipað Mel Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight í sérstaka Hollywood-sendinefnd til þess að gera skemmtanaiðnaðinn enn öflugri.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur skipað Mel Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight í sérstaka Hollywood-sendinefnd til þess að gera skemmtanaiðnaðinn enn öflugri.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hefur skipað Mel Gibson, Sylvester Stallone og Jon Voight í sérstaka Hollywood-sendinefnd til þess að gera skemmtanaiðnaðinn enn öflugri.
Samanlagt hefur þríeykið hlotið tíu tilnefningar til Óskarsverðlauna og unnið hin eftirsóttu verðlaun þrisvar sinnum. Mennirnir þurfa varla nánari kynningu.
„Þeir verða sérstakir erindrekar mínir í þeim tilgangi að ná Hollywood, sem hefur tapað miklum viðskiptum síðustu fjögur ár til erlendra landa, til baka – stærra, betra og sterkara en nokkurn tímann áður,” skrifaði Trump í hástöfum á samfélagsmiðlum.
Mennirnir eru ekki óumdeildir en eins og margar aðrar stórstjörnur þá hafa þeir verið sakaðir um hina ýmsu hluti í gegnum tíðina.
Frægt er þegar Mel Gibson var handtekinn fyrir ölvunarakstur árið 2006 og byrjaði að úthúða gyðingum. Hann hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar.
Gibson hefur leikið í kvikmyndum eins og The Passion of the Christ, Braveheart og Daddy's Home 2. Jon Voight hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Transformers, Heat og Mission Impossible.
Sylvester Stallone sem lék aðalhlutverk í kvikmyndunum um Rocky Balboa en hann hefur einnig komið við í mörgum öðrum kvikmyndum eins og Rambo og The Expendables.
Repúblikanar almennt eiga ekki mikinn stuðning í hinum frjálslynda listaheimi í Hollywood eins og sást í síðustu forsetakosningum, þar sem flestar stórstjörnur sem tjáðu sig um stjórnmál studdu frambjóðanda demókrata.
Stuðningur stórstjarna hefur þó takmörkuð áhrif í stjórnmálum og Trump einblíndi frekar á það að fá stuðning hlaðvarpsstjórnenda í síðustu kosningum.
„Þetta verður á ný, eins og Bandaríkin sjálf, gullöld Hollywood,“ skrifaði Trump.