„Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna“

TikTok | 17. janúar 2025

„Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna“

Ríkisstjórn Joe Bidens segir að það sé í höndum Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að framfylgja lögum um bann við TikTok. Trump kveðst þurfa tíma til að fara yfir stöðuna.

„Verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna“

TikTok | 17. janúar 2025

Trump segir að ákvörðun hæstaréttar hafi verið viðbúin.
Trump segir að ákvörðun hæstaréttar hafi verið viðbúin. AFP/Antonin UTZ/Seth Wenig

Ríkisstjórn Joe Bidens segir að það sé í höndum Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að framfylgja lögum um bann við TikTok. Trump kveðst þurfa tíma til að fara yfir stöðuna.

Ríkisstjórn Joe Bidens segir að það sé í höndum Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að framfylgja lögum um bann við TikTok. Trump kveðst þurfa tíma til að fara yfir stöðuna.

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hef­ur staðfest lög sem banna sam­fé­lags­miðil­inn TikTok í Banda­ríkj­un­um á grundvelli þjóðaröryggis.

ByteDance, kínverskt móðurfélag TikTok, hafði níu mánuði til að selja TikTok en þar sem þeir gerðu það ekki þá þýðir það að frá og með 19. janú­ar verði um 170 millj­ón not­end­um í Banda­ríkj­un­um að öll­um lík­ind­um meinaður aðgang­ur að for­rit­inu.

Biden-stjórnin bendir á Trump-stjórnina

„Í ljósi tímasetningarinnar viðurkennir þessi stjórn að aðgerðir til að framkvæma lögin verða einfaldlega að falla í hendur næstu stjórnar,“ sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í yfirlýsingu eftir að Hæstiréttur staðfesti lögin.

Donald Trump tekur við embætti forseta degi eftir að bannið tekur gildi og hann hefur sagt að honum hugnist bannið ekki.

„Ákvörðun hæstaréttar var viðbúin og allir verða að virða hana. Ákvörðun mín um TikTok verður tekin í ekki ýkja fjarlægri framtíð en ég verð að fá tíma til að fara yfir stöðuna. Fylgist með!“

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir í yfirlýsingu að það muni taka einhvern tíma til að koma banninu í framkvæmd.

mbl.is