„Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki með 100 prósent svar við þessari spurningu núna,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.
„Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki með 100 prósent svar við þessari spurningu núna,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.
„Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki með 100 prósent svar við þessari spurningu núna,“ sagði atvinnukylfingurinn og þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Dagmálum.
Guðrún Brá, sem er þrítug, stendur á tímamótum á sínum ferli eftir að hafa tryggt sér takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á komandi keppnistímabili.
Óvíst er með framhaldið hjá Guðrúnu Brá sem hefur verið atvinnukylfingur frá árinu 2018.
„Það er margt sem þarf að skoða og fjárhagslegi hlutinn er mjög stórt partur af þessu,“ sagði Guðrún Brá.
„Þú getur ekki staðið í þessu án góðra styrkja og það er erfitt að fá góða styrki í dag. Ég var að spila á LET-mótaröðinni á síðasta ári og það er lítill peningur þar.
Ég hafnaði í 4. sæti og fékk 180.000 krónur fyrir það, fyrir skatt, og það dugar ekki einu sinni fyrir kostnaðinum,“ sagði Guðrún Brá meðal annars.