760 manns eru í vinnu í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. janúar 2025

760 manns eru í vinnu í Grindavík

Töluverð umsvif eru í atvinnulífinu í Grindavík, þrátt fyrir að eldsumbrot hafi gengið nærri bæjarbúum og fyrirtækjum undanfarin misseri, þótt eðlilega hafi dregið þar nokkuð úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birt hefur verið á vef bæjarins.

760 manns eru í vinnu í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 18. janúar 2025

Alls voru 250 manns að störfum í sjávarútvegi í vikunni.
Alls voru 250 manns að störfum í sjávarútvegi í vikunni. mbl.is/Eyþór

Töluverð umsvif eru í atvinnulífinu í Grindavík, þrátt fyrir að eldsumbrot hafi gengið nærri bæjarbúum og fyrirtækjum undanfarin misseri, þótt eðlilega hafi dregið þar nokkuð úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birt hefur verið á vef bæjarins.

Töluverð umsvif eru í atvinnulífinu í Grindavík, þrátt fyrir að eldsumbrot hafi gengið nærri bæjarbúum og fyrirtækjum undanfarin misseri, þótt eðlilega hafi dregið þar nokkuð úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birt hefur verið á vef bæjarins.

Í vikunni var gerð könnun meðal fyrirtækja í bænum til að varpa ljósi á umfang atvinnustarfseminnar í Grindavík. Var sjónum beint að því hve margir starfsmenn grindvískra fyrirtækja væru að störfum í bænum.

Í ljós kom að þeir eru 760 talsins og starfa hjá 34 fyrirtækjum. Var staðið að könnuninni á þann veg að tölvupóstur var sendur á netfangalista fyrirtækja í bænum og spurt um hversu margir hefðu mætt til vinnu miðvikudaginn 15. janúar sl. Fram kemur að nokkuð góð svörun hafi verið, en jafnframt var hringt í nokkur fyrirtæki sem ekki svöruðu könnuninni, þótt vitað væri að þau væru með starfsemi í bænum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

mbl.is